Hægt er að velja og setja upp Upgrade-eiginleika í In-Car-netversluninni á skjá studda Volkswagen-bílsins.
1

Upgrade-eiginleikar.
Stilltur inn á þína framtíð.

Búðu bílinn undir framtíðina! Þegar þér hentar.

VW Connect og We Connect2 veita þér aðgang að nýjustu kynslóð netþjónustu í fjölmörgum gerðum Volkswagen-bíla. Bíllinn getur verið nettengdur frá fyrsta degi og þá stendur þér til boða mikið úrval VW Connect- eða We Connect-þjónustu. Þegar búið er að virkja þjónustuna og skrá sig inn með Volkswagen ID gerir VW Connect eða We Connect daglega lífið umtalsvert þægilegra. Nýr möguleiki er að hægt er að bæta völdum eiginleikum við Volkswagen-bílinn eftir að hann er keyptur. Þú getur sniðið bílinn að þínum þörfum, þegar þér hentar. Á einfaldan hátt ýmist í In-Car-netversluninni í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu eða í Volkswagen Connect-versluninniOpna ytri hlekk. Hér getur þú sem aðalnotandi VW Connect eða We Connect séð hvaða Upgrades-eiginleikar3 eru í boði fyrir bílinn þinn á hverjum tíma og pantað þá beint í gegnum netið. 

--:--

Volkswagen-bíllinn þinn getur alltaf lært eitthvað nýtt: Upgrades-eiginleikar fyrir bíla sem styðja VW Connect eða We Connect

Það er sama hvort það er í T-Roc, Tiguan, Touran eða Polo: Ef þig vantar leiðsögukerfi í Volkswagen-bílinn þinn geturðu einfaldlega keypt það eftir á.

Leiðsögukerfi: Rataðu rétta leið

Þarftu betri yfirsýn yfir akstursleiðina? Opnaðu þá fyrir leiðsögueiginleika í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu Ready 2 Discover eftir á og bættu þannig þægilegu og aðgengilegu leiðsögukerfi við bílinn þinn. Þegar þú opnar fyrir eiginleikana færðu innbyggt, þægilegt og aðgengilegt leiðsögukerfi með kortum fyrir Evrópu og aðgangi að áfangastöðum (POI). Eftir að opnað er fyrir eiginleikana í bílnum verða þeir alltaf í boði óháð internettengingu eða VW Connect- eða We Connect-samningi. Auk þessara hagnýtu eiginleika sem hægt er að nota án nettengingar býður VW Connect Plus- eða We Connect Plus-leyfi einnig upp á fleiri gagnlegar netþjónustur til viðbótar. Með umferðarupplýsingum á netinu færð þú sem aðalnotandi upplýsingar um breytingar og hættur á akstursleiðinni því sem næst í rauntíma auk þess sem leiðarútreikningur á netinu sér til þess að leiðsögnin verði sem best. Ef stillingin „Deila staðsetningu“ er valin í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu eru kortagögn uppfærð sjálfkrafa með reglulegu millibili með eiginleikanum „Uppfærsla korta á netinu“ þegar bíllinn er tengdur við netið.

Hægt er að virkja raddstýringuna eftir á til þess að geta stjórnað Volkswagen-bílnum á þægilegan hátt með raddskipunum.

Raddstýring4: „Halló Volkswagen

Volkswagen-bíllinn þinn skilur þig. Þú segir einfaldlega „Halló Volkswagen“ til að byrja að tala við bílinn og getur þannig stjórnað tilteknum atriðum á borð við símann, afþreyingu og leiðsögukerfi á öruggan og þægilegan hátt. Til þess að geta notað raddskipanir í bílnum þarf að opna fyrir raddstýringu í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu Ready 2 Discover 5 eða Discover Media. Allt eftir bílgerð og útbúnaði getur verið hægt að stjórna fjölda aðgerða í bílnum með raddstýringu. Þannig geturðu haldið athyglinni á veginum og notið akstursins enn betur.

Náðu í App-Connect og notaðu farsímatengingarnar Apple CarPlay og Android Auto wireless.

App Connect6: Notaðu öppin þín í bílnum

Með App-Connect er hægt að tengja símann við Volkswagen-bílinn og nota tiltekin öpp og efni beint á skjá upplýsinga- og afþreyingarkerfisins. Þannig er til dæmis hægt að spila tónlist, hlusta á fréttir, skoða kort eða hlusta á hljóðbækur á einfaldan og þægilegan hátt. Volkswagen býður upp á tvenns konar tengimöguleika fyrir farsíma sem hver um sig býður upp á fjölda kosta: Apple CarPlay og  Android Auto frá Google. Þráðlaus notkun Apple CarPlay og Android Auto frá Google er einnig möguleg með Upgrade-eiginleika fyrir leiðsögukerfið Discover Media og Ready 2 Discover. Til þess að trufla ökumanninn sem minnst er aðeins hægt að opna sérstaklega vottuð öpp meðan á akstri stendur. 

Frekari Upgrade-eiginleikar fyrir Golf-bílinn þinn

Hægt er að bæta ACC-kerfinu við í Volkswagen Golf-bílum, en það greinir bíla sem aka á undan og heldur sjálfkrafa tilgreindri fjarlægð frá þeim.

Sjálfvirki hraðastillirinn ACC7: Heldur hæfilegri fjarlægð. Og hæfilegum hraða.

Sjálfvirki ACC-hraðastillirinn með fjarlægðarskynjara hjálpar þér að halda innstilltum aksturshraða á allt að 210 km/klst. Þegar Golf-inn þinn er kominn of nálægt næsta ökutæki á undan breytir ACC-hraðastillirinn aksturshraðanum sjálfkrafa til samræmis, innan marka kerfisins, og getur þannig haldið innstilltu fjarlægðinni.

Með Upgrade-eiginleika er meira að segja hægt að bæta aðstoðarkerfinu Light Assist við Golf 8.

Light Assist: Blinda engan. Við nánast öll skilyrði.

Með háljósastjórnuninni Light Assist í Golf sérðu akstur að næturlagi í nýju ljósi. Með myndavél fyrir aftan framrúðuna getur Light Assist greint ökutæki sem aka á undan eða koma úr gagnstæðri átt og skipt sjálfkrafa á milli lágu ljósanna og háu ljósanna. Þannig verður akstur í myrkri bæði þægilegri og öruggari.

Fyrir Golf 8 er einnig hægt að setja umferðarskiltagreiningu upp síðar gegn gjaldi.

Umferðarskiltagreining: sýnir það sem máli skiptir.

Umferðarskiltagreiningin getur, upp að vissu marki, greint hraðatakmarkanir, bann við framúrakstri og hættumerkingar með myndavél og birt samsvarandi upplýsingar í mælaborðinu. Þannig verður auðveldara fyrir þig að halda góðri yfirsýn í umferðinni.

Með Upgrade-eiginleika er hægt að bæta við litaúrvalið fyrir stemningslýsinguna í Volkswagen Golf 8.

Stemningslýsing (marglit): Fyrir innri ró.

Gefðu Golf-inum þínum persónulegri svip. Með því að bæta við grunnútgáfu stemningslýsingarinnar er hægt að lýsa upp innanrýmið með sérvöldum litum eftir stemningunni hverju sinni. Því með „stemningslýsing (marglit)“ sem Upgrade-eiginleika stendur þér til boða litapakki með auknu úrvali lita til að skapa lýsingaráherslur. Hvort sem þú kýst kaldari eða heitari liti, ekur um götur upplýstrar borgarinnar eða ert á ferð um landið að næturlagi: Í sérhverri ferð skapar þú sérstakt andrúmsloft fyrir þig og farþega þína.

Mynd sem sýnir innanrými VW Taigo að næturlagi. Sést greinilega: „Stemningslýsing (áhrif)“ sem var keypt eftir á með Upgrade-eiginleika

Stemningslýsing (áhrif): upplýsandi í orðsins fyllstu merkingu.

Með „stemningslýsing (áhrif)“ eru mismunandi eiginleikar settir fram sjónrænt á auðskiljanlegan hátt með viðbót við grunnútgáfu stemningslýsingarinnar. Hér er meðal annars um að ræða viðvaranir og upplýsingar fyrir tiltekinn búnað, svo sem upplýsingar um hraðaaukningu eða viðvörun vegna hurðar.

Finndu út hvað býr í Volkswagen-bílnum þínum

Áttu þegar Golf og ertu með gildandi VW Connect- eða We Connect-samning? Sem VW Connect- eða We Connect-aðalnotandi getur þú þá prófað valda eiginleika þér að kostnaðarlausu í einn mánuð.

Yfirlit yfir Upgrade-eiginleika fyrir Volkswagen-bílinn þinn

Hér færðu óformlegt yfirlit yfir hvaða völdum Upgrade-eiginleikum er hægt að bæta við bílinn. Bíllinn þarf að vera búinn þeim tæknilegu eiginleikum og vélbúnaði sem þarf fyrir viðkomandi Upgrade-eiginleika. Til þess að sjá hvaða eiginleikar eru í boði fyrir Volkswagen-bílinn þinn skaltu fara í In-Car-netverslunina í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu eða í Volkswagen Connect-versluninni.Opna ytri hlekk Þar getur aðalnotandi séð hvaða eiginleikar eru í boði fyrir bílinn og keypt þá.

Golf 8 og útfærslur

Aðrir bílar sem styðja „VW Connect / We Connect“**

Leiðsögukerfi

Raddstýring

App-Connect

Háljósastjórnunin Light Assist

-

Stemningslýsing (marglit)

-

Stemningslýsing (áhrif)

-

Sjálfvirkur hraðastillir ACC

-

Umferðarskiltagreining

-

Golf 8 og útfærslur

Aðrir bílar sem styðja „VW Connect / We Connect“**

* Passat Variant, Arteon, Arteon Shooting Brake, Tiguan, Tiguan Allspace, Touran, T-Roc, T-Roc Cabriolet, T-Cross, Taigo, Polo

 Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Netþjónusturnar. Svona gerir þú Volkswagen-bílinn þinn nettengdan.

Volkswagen Connect-verslunin. Skoða stafrænar vörur fyrir Volkswagen-bílinn þinn.

Ertu með spurningar? Hér færðu skjót svör eða persónulega ráðgjöf í tengslum við stafrænar þjónustur okkar.

 Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Fyrirvari frá Volkswagen

1.
Für den Erwerb von Upgrades benötigen Sie ein Volkswagen ID Benutzerkonto, einen gültigen VW Connect / We Connect Vertrag und Ihre Verifizierung als Hauptnutzer, das bedeutet die Verknüpfung Ihres Benutzerkontos mit dem konkreten Fahrzeug. Weiterhin ist es erforderlich, dass das Fahrzeug über die für das jeweilige Upgrade erforderliche technische Funktion, Hardware und Software verfügt. Die Verfügbarkeit von Upgrades kann ebenfalls abhängig von Modelljahr und Produktionsdatum sein. Die für das jeweilige Fahrzeug erhältlichen Upgrades können durch den Hauptnutzer im In-Car Shop des Infotainment-Systems oder im Volkswagen Connect Shop unter connect-shop.volkswagen.com eingesehen werden. Kostenpflichtige Artikel können im In-Car Shop und / oder im Volkswagen Connect Shop, mit den aktuell dort einsehbaren und verfügbaren Zahlungsmitteln, erworben werden. Die Verfügbarkeit von Upgrades-Funktionen kann zwischen Webshop und In-Car Shop abweichen. Ihr Volkswagen Partner berät Sie ebenfalls gerne bei Fragen zu Upgrades und deren Verfügbarkeit. Erworbene und aktivierte Upgrades verbleiben für die Dauer des Aktivierungszeitraums im Fahrzeug, sind durch alle Fahrer nutzbar und nicht auf andere Fahrzeuge übertragbar.
2.

Þegar þú kaupir nýjan bíl getur þú notað stafrænar þjónustur VW Connect / VW Connect Plus eða We Connect / We Connect Plus þér að kostnaðarlausu meðan á upprunalegum samningstíma stendur. Til þess að geta notað þjónustur VW Connect / VW Connect Plus eða We Connect / We Connect Plus þarftu að vera með Volkswagen ID-notandareikning og skrá þig inn með notandanafni og lykilorði. Þegar búið er að stofna Volkswagen ID-notandareikning og tengja hann við bílinn þinn getur þú notað stafrænu þjónustuna – sem fer eftir bíl, landi, hugbúnaði og útbúnaði hverju sinni – þér að kostnaðarlausu meðan á upprunalegum samningstíma stendur. Til þess þarf að gera sérstakan samning fyrir VW Connect / VW Connect Plus eða We Connect / We Connect Plus við Volkswagen AG á netinu á slóðinni www.myvolkswagen.net eða í Volkswagen-appinu (sem er fáanlegt í App Store og Google Play Store). Það hversu lengi gjaldfrjálsi samningstíminn varir fer eftir því hvenær þú virkjar stafrænu þjónusturnar. Í síðasta lagi þegar 90 dagar eru liðnir frá því bíllinn var fyrst afhentur byrjar upprunalegi samningstíminn sem boðið er upp á ókeypis að styttast. Hægt er að sjá nákvæmar upplýsingar um gildistíma samningsins fyrir bílinn þinn á myVolkswagen á slóðinni www.myvolkswagen.net.

Fyrir viðskiptavini með VW Connect og VW Connect Plus: Innbyggð internettenging gerir kleift að nota netþjónusturnar. Til þess að nota netútvarp, Wi-Fi-aðgangsstað og Alexa, ef þessar þjónustur eru í boði, er hægt að kaupa gagnapakka hjá farsímafyrirtækinu Cubic Telecom og nota þá innan þjónustusvæðis í fjölmörgum Evrópulöndum. Gagnamagnið í þessum pökkum stendur öllum notendum og farþegum í bílnum til boða. Upplýsingar um skilmála, verð og lönd þar sem þjónustan er í boði er að finna á vw.cubictelecom.com. Einnig er hægt að nota netútvarp, Wi-Fi-aðgangsstað og Alexa, ef þessar þjónustur eru í boði, með fartæki (t.d. farsíma) sem býður upp á Wi-Fi-aðgangsstað. Í þessu tilviki er viðkomandi þjónusta aðeins í boði með farsímaáskrift notanda hjá símafyrirtæki og innan þjónustusvæðis farsímakerfisins. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld).

Fyrir viðskiptavini með We Connect og We Connect Plus: Innbyggð internettenging gerir kleift að nota netþjónusturnar. Til þess að nota streymisþjónustuna, tiltekin In-Car-öpp og Wi-Fi-aðgangsstaðinn er hægt að kaupa gagnapakka hjá farsímafyrirtækinu Cubic Telecom og nota þá innan þjónustusvæðis í fjölmörgum Evrópulöndum. Gagnamagnið í þessum pökkum stendur öllum notendum og farþegum í bílnum til boða. Upplýsingar um skilmála, verð og lönd þar sem þjónustan er í boði er að finna á vw.cubictelecom.com. Einnig er hægt að nota þessar þjónustur með fartæki (t.d. farsíma) sem býður upp á Wi-Fi-aðgangsstað. Í þessu tilviki er viðkomandi þjónusta aðeins í boði með farsímaáskrift notanda hjá símafyrirtæki og innan þjónustusvæðis farsímakerfisins. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld).

Til þess að geta notað ókeypis Volkswagen-appið þarf farsíma með viðeigandi iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-kort með gagnaáskrift notanda hjá símafyrirtæki.     Það getur verið breytilegt eftir löndum hvaða þjónustur eru innifaldar í pökkunum We Connect og We Connect Plus eða VW Connect og VW Connect Plus. Framboðið fer jafnframt eftir gerð bílsins, útbúnaði hans og því hvaða hugbúnaðarútgáfa er uppsett. Þetta á einnig við um þjónustu þriðju aðila. Þjónusturnar eru í boði í umsaminn samningstíma hverju sinni og kunna að taka efnislegum breytingum eða vera teknar úr umferð meðan á honum stendur. Nálgast má nánari upplýsingar á connect.volkswagen.com og hjá samstarfsaðilum Volkswagen. Upplýsingar um verðskrár fyrir farsímanotkun fást hjá farsímafyrirtækinu.

3.
Til þess að geta keypt Upgrades-eiginleika þarf Volkswagen ID-notandareikning, gildandi VW Connect- / We Connect-samning og sannvottun sem aðalnotandi, þ.e. tengingu notandareikningsins við bílinn sem um ræðir. Bíllinn þarf einnig að vera búinn þeim tæknilega eiginleika, vélbúnaði og hugbúnaði sem þarf fyrir viðkomandi Upgrade-eiginleika. Framboð á Upgrades-eiginleikum getur einnig farið eftir árgerð og framleiðsludegi. Aðalnotandi getur séð hvaða Upgrades-eiginleikar eru í boði fyrir viðkomandi bíl í In-Car-netversluninni í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu eða í Volkswagen Connect-versluninni á connect-shop.volkswagen.com. Hægt er að greiða fyrir gjaldskyldar vörur í In-Car-netversluninni og/eða í Volkswagen Connect-versluninni með þeim greiðslumátum sem þar standa til boða. Framboð á Upgrades-eiginleikum getur verið mismunandi í netversluninni og í In-Car-netversluninni. Volkswagen-samstarfsaðilinn þinn aðstoðar þig einnig gjarnan ef þú ert með spurningar varðandi Upgrades-eiginleika og framboð á þeim. Þegar búið er að kaupa og virkja Upgrades-eiginleika eru þeir bundnir við bílinn það sem eftir er gildistímans, allir ökumenn geta notað þá og ekki er hægt að færa þá yfir á aðra bíla.
4.
Sem stendur er raddstýring á netinu í boði fyrir eftirfarandi tungumál: þýsku, ensku (breska og bandaríska), frönsku, spænsku, tékknesku og ítölsku. Tungumálið sem er notað fyrir raddstýringu fer eftir því hvaða tungumál er valið í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu.
5.
Raddstýring aðgerða leiðsögukerfisins í Ready 2 Discover er ekki í boði fyrr en opnað hefur verið fyrir Upgrade-eiginleikann „Leiðsögukerfi“.
6.
App-Connect gerir kleift að nota tæknilausnirnar Apple CarPlay og Android Auto. Það eru Apple og Google sem bera ábyrgð á þessum tæknilausnum og þar af leiðandi hefur Volkswagen AG engin áhrif á það hvort Apple CarPlay og Android Auto séu í boði í tilteknum löndum, en framboð þeirra getur verið mismunandi eftir löndum. Upplýsingar um hvar Apple CarPlay er í boði er að finna á https://www.apple.com/is/ios/feature-availability/#apple-carplay og fyrir Android Auto á https://www.android.com/intl/is_is/auto/. Eiginleikarnir kunna að taka efnislegum breytingum eða hætt getur verið að bjóða upp á þá meðan á samningstímanum stendur. Til þess að trufla ökumanninn sem minnst er aðeins hægt að opna sérstaklega vottuð öpp meðan á akstri stendur. Hvað þetta varðar skal einnig hafa í huga að sum öpp eru ekki í boði fyrir báða tengimöguleikana. Nálgast má upplýsingar um samhæfa farsíma fyrir Apple CarPlay á https://apple.com/is/ios/carplay/ og fyrir Android Auto á https://android.com/intl/is_is/auto/. Apple CarPlay er vörumerki í eigu Apple Inc. Android Auto er vörumerki í eigu Google LLC. 
7.
ACC stjórnar hraðanum og fjarlægðinni þegar ekið er á hraða á bilinu frá 30 km/klst. (20 mph) til 210 km/klst. (130 mph). Þetta hraðasvið getur verið breytilegt eftir markaðssvæðum. Þú getur hvenær sem er tekið við stjórninni af ACC. Þegar stigið er á bremsuna verður hraðastillirinn óvirkur. Þegar gefið er í verður hraðastillirinn óvirkur á meðan verið er að auka hraðann og tekur síðan aftur við að því loknu. Þegar ekið er með eftirvagn er virkni ACC takmörkuð. Ef sjálfvirka hemlunin með ACC dugar ekki til segir ACC þér að hemla meira með tilkynningu í mælaborðinu. Auk þess kviknar á rauða viðvörunarljósinu og viðvörunarhljóð heyrist. Skynvæddur tæknibúnaður ACC-hraðastillisins er bundinn af lögmálum eðlisfræðinnar og vinnur eingöngu samkvæmt því sem geta kerfisins leyfir. Búnaður sem býður upp á aukin þægindi má aldrei leiða til þess að tekin sé óþarfa áhætta.