Einstaklingur situr í ökumannssæti kyrrstæðs T-Cross með opna hurð og horfir á farsímann sinn
1

Byrjað að nota VW Connect og We Connect 

Þú sparar tíma, færð allar upplýsingar og getur slakað á. Snjöll aðstoðarkerfi VW Connect og We Connect læra á hvernig þú vilt hafa hlutina og létta þér lífið þegar á þarf að halda. Kynntu þér málið.

Í nokkrum skrefum og bíllinn er tengdur

Vinsamlegast athugaðu að til þess að geta nýtt til fulls aðgerðir sem fylgja notandareikningi Volkswagen AG þá er forsendan sú að sjálfstæður samningur sé í gildi á milli Volkswagen AG og þín um notkun á netþjónustunni.

--:--

Svona notar þú VW Connect eða We Connect í Volkswagen-bílnum þínum

Í leiðbeiningunum hér á eftir er farið með þig í gegnum virkjunarferlið fyrir nettengingu við Volkswagen-bílinn þinn. 

Volkswagen-appið

Volkswagen-appið sótt

Nýttu þér alla kosti VW Connect, We Connect og Car-Net í einu og sama appinu. Sæktu einfaldlega Volkswagen-appið í farsímann og tengdu það við Volkswagen-bílinn þinn.

Sækja Volkswagen-appið í App StoreOpna ytri hlekk

Sækja Volkswagen-appið í Play StoreOpna ytri hlekk

 Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Netþjónusturnar. Svona gerir þú Volkswagen-bílinn þinn nettengdan.

VW Connect- og We Connect-þjónusturnar. Hér finnur þú upplýsingar um skilyrði og pakka.

Ertu með spurningar? Hér færðu skjót svör eða persónulega ráðgjöf í tengslum við stafrænar þjónustur okkar.

Fyrirvari frá Volkswagen

1.

Þegar þú kaupir nýjan bíl getur þú notað stafrænar þjónustur VW Connect / VW Connect Plus eða We Connect / We Connect Plus þér að kostnaðarlausu meðan á upprunalegum samningstíma stendur. Til þess að geta notað þjónustur VW Connect / VW Connect Plus eða We Connect / We Connect Plus þarftu að vera með Volkswagen ID-notandareikning og skrá þig inn með notandanafni og lykilorði. Þegar búið er að stofna Volkswagen ID-notandareikning og tengja hann við bílinn þinn getur þú notað stafrænu þjónustuna – sem fer eftir bíl, landi, hugbúnaði og útbúnaði hverju sinni – þér að kostnaðarlausu meðan á upprunalegum samningstíma stendur. Til þess þarf að gera sérstakan samning fyrir VW Connect / VW Connect Plus eða We Connect / We Connect Plus við Volkswagen AG á netinu á slóðinni www.myvolkswagen.net eða í Volkswagen-appinu (sem er fáanlegt í App Store og Google Play Store). Það hversu lengi gjaldfrjálsi samningstíminn varir fer eftir því hvenær þú virkjar stafrænu þjónusturnar. Í síðasta lagi þegar 90 dagar eru liðnir frá því bíllinn var fyrst afhentur byrjar upprunalegi samningstíminn sem boðið er upp á ókeypis að styttast. Hægt er að sjá nákvæmar upplýsingar um gildistíma samningsins fyrir bílinn þinn á myVolkswagen á slóðinni www.myvolkswagen.net.

Fyrir viðskiptavini með VW Connect og VW Connect Plus: Innbyggð internettenging gerir kleift að nota netþjónusturnar. Til þess að nota netútvarp, Wi-Fi-aðgangsstað og Alexa, ef þessar þjónustur eru í boði, er hægt að kaupa gagnapakka hjá farsímafyrirtækinu Cubic Telecom og nota þá innan þjónustusvæðis í fjölmörgum Evrópulöndum. Gagnamagnið í þessum pökkum stendur öllum notendum og farþegum í bílnum til boða. Upplýsingar um skilmála, verð og lönd þar sem þjónustan er í boði er að finna á vw.cubictelecom.com. Einnig er hægt að nota netútvarp, Wi-Fi-aðgangsstað og Alexa, ef þessar þjónustur eru í boði, með fartæki (t.d. farsíma) sem býður upp á Wi-Fi-aðgangsstað. Í þessu tilviki er viðkomandi þjónusta aðeins í boði með farsímaáskrift notanda hjá símafyrirtæki og innan þjónustusvæðis farsímakerfisins. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld).

Fyrir viðskiptavini með We Connect og We Connect Plus: Innbyggð internettenging gerir kleift að nota netþjónusturnar. Til þess að nota streymisþjónustuna, tiltekin In-Car-öpp og Wi-Fi-aðgangsstaðinn er hægt að kaupa gagnapakka hjá farsímafyrirtækinu Cubic Telecom og nota þá innan þjónustusvæðis í fjölmörgum Evrópulöndum. Gagnamagnið í þessum pökkum stendur öllum notendum og farþegum í bílnum til boða. Upplýsingar um skilmála, verð og lönd þar sem þjónustan er í boði er að finna á vw.cubictelecom.com. Einnig er hægt að nota þessar þjónustur með fartæki (t.d. farsíma) sem býður upp á Wi-Fi-aðgangsstað. Í þessu tilviki er viðkomandi þjónusta aðeins í boði með farsímaáskrift notanda hjá símafyrirtæki og innan þjónustusvæðis farsímakerfisins. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld).

Til þess að geta notað ókeypis Volkswagen-appið þarf farsíma með viðeigandi iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-kort með gagnaáskrift notanda hjá símafyrirtæki.     Það getur verið breytilegt eftir löndum hvaða þjónustur eru innifaldar í pökkunum We Connect og We Connect Plus eða VW Connect og VW Connect Plus. Framboðið fer jafnframt eftir gerð bílsins, útbúnaði hans og því hvaða hugbúnaðarútgáfa er uppsett. Þetta á einnig við um þjónustu þriðju aðila. Þjónusturnar eru í boði í umsaminn samningstíma hverju sinni og kunna að taka efnislegum breytingum eða vera teknar úr umferð meðan á honum stendur. Nálgast má nánari upplýsingar á connect.volkswagen.com og hjá samstarfsaðilum Volkswagen. Upplýsingar um verðskrár fyrir farsímanotkun fást hjá farsímafyrirtækinu.