California CONCEPT
California CONCEPT var frumsýndur á Caravan Salon 2023 í Dusseldorf
Framtíðin „framleidd í Hannover“: California CONCEPT
California nútímans: California CONCEPT er bæði áðreiðanlegur félagi í daglegu lífi og fullbúinn húsbíll fyrir næstum hvaða ævintýri sem er. Bíllinn er byggður á löngu útgáfunni af Multivan, en hugmyndavinnan endurskilgreinir fullkomlega hugtakið ferðatæki – vegna þess að California CONCEPT kemur sem tengiltvinn í fyrsta sinn. Hvort sem þú ætlar í lengri ferðir sem spanna þúsundir kílómetra eða stutta helgarferð, er hinn öflugi California CONCEPT fær um að koma þér þægilega á leiðarenda – á þann kunnulega hátt sem þú þekkir og væntir frá California.
Framtíðin „framleidd í Hannover“: California CONCEPT
California nútímans: California CONCEPT er bæði áðreiðanlegur félagi í daglegu lífi og fullbúinn húsbíll fyrir næstum hvaða ævintýri sem er. Bíllinn er byggður á löngu útgáfunni af Multivan, en hugmyndavinnan endurskilgreinir fullkomlega hugtakið ferðatæki – vegna þess að California CONCEPT kemur sem tengiltvinn í fyrsta sinn. Hvort sem þú ætlar í lengri ferðir sem spanna þúsundir kílómetra eða stutta helgarferð, er hinn öflugi California CONCEPT fær um að koma þér þægilega á leiðarenda – á þann kunnulega hátt sem þú þekkir og væntir frá California.
Hvert einasta smáatriði í innra rými er vandlega úthugsað
Endurhannað og snjallvætt innrarými: í staðinn fyrir að handvirk handbremsa taki pláss, er rafdrifin handbremsa notuð til að búa til pláss á milli ökumannssætis og farþegasætis fram í, plássið nýtist sem greið leið í farþegarýmið í California Concept. Sveigjanlegt innra rýmið með nægu geymsluplássi og helling af skúffum og skápum fyrir farangur og verðmæti. Ýmsar sætastillingar og fáguð lýsingahönnun sem samanstendur af borðlömpum og LED ljósum, gera rýmið þægilegt. Auðvitað þurfa allir húsbílar upplyft þak: þakið í California Concept er úr áli, til að vera létt og þremur lögum af harmonikkulöguðu efni – með víðáttumikið útsýni í gegnum opnanlega framhliðina og stóra gluggana á hliðunum. Þú getur stjórnað upplyftu þakinu með þrennum hætti: með fjölhæfum snertiskjá sem er staðsettur við hlið skápsins aftarlega í bílnum, með afþreyingarkerfi bílsins og með California on Tour smáforritinu í símanum þínum.
Rennihurð á báðum hliðum
Hægt er að komast inn í California CONCEPT frá báðum hliðum – sem gerir auðvelt að nota bílinn í daglegu lífi sem og í ævintýraferðum. Rennihurðin á hægri hlið auðveldar fólki að komast inn og út. Rennihurðin á ökumannshlið ásamt fullkomlega endurhönnuðum eldhúskrók og samanbrjótanlegu borði sem getur teygt sig út fyrir bílinn, býður upp á ýmsa möguleika fyrir eldamennsku og borðhald utandyra. Eldhúskrókurinn er með vask, spanhellu og kunnulega gaseldavél ásamt kæliskáp sem eru aðgengileg utan frá í California CONCEPT en sól og regni er haldið frá með skyggni. Annar eiginleiki er fyrirferðarlítið grill sem hægt er að geyma inn í eldhúsinu og einnig er auðvelt að nálgast það utanfrá. Þessi auka rennihurð og auðveldari aðgangur eykur verulega plássið sem er til afnota og umbreytir California CONCEPT í skilvirka þriggja herbergja íbúð.