ID.3 markar upphafið að nýju og kraftmiklu skeiði í rafakstri. Rafmögnuð akstursafköst, tímamótahönnun og hagnýt drægni. Fólk sækir í breytingar. Framtíðin er reiðubúin og hún bíður. Miðað við íslenskt gengi þann 9. september 2019 og núverandi ívilnanir mun grunnverð á ID.3 verða innan við fjórar milljónir íslenskra króna. Viðhafnarútgáfan sem er í forsölu núna er ID.3 1st edition og mun kosta í kringum 4.500.000 íslenskra króna.
Volkswagen ID. CROZZ er rafknúinn „crossover“ jeppi sem býður upp á drægni og akstursánægju við hæfi allra þeirra sem kunna að meta bæði náttúruna og borgarlífið.
Hefur þú spurningar varðandi drægni, hleðslu eða hagkvæmni? Þú getur fundið allar upplýsingar sem þú þarft um rafbíla - einnig þær staðreyndir sem hreinsa upp gamaldags fordóma.
Í styttri ferðalögum, t.d. í þéttbýli, hentar sérstaklega vel að nota hreinu rafmagnsaflrásina til að komast á milli. Í nýjum e-Golf geturðu líka yfirgefið þéttbýlið. Hann er með drægni upp að 231 kílómetrum (WLTP).