Hvernig hleð ég bílinn?
Rafknúinn ferðamáti mun hafa varanleg áhrif á hvernig við fyllum á bílana okkar. Þú munt ekki þurfa að keyra á bensínstöðina. Þú getur hlaðið rafgeyminn í rafbílnum þínum nánast hvar sem er: Heima í heimilisinnstungu, í veggboxi, á almennum hleðslustöðvum eða hraðhleðslustöðvum. Þegar þú hefur prófað þetta áttarðu þig á því að þetta er næstum því jafn auðvelt og að hlaða snjallsímann þinn.
Það sem þú þarft að vita um hleðslubúnaðinn fyrir rafbílinn þinn.
Veggbox er háspennu innstunga sem fest er á vegginn fyrir notkun heima við. Þetta er aukabúnaður og veitir þér hámarks úttak upp á 11 kW. Ef þú hleður rafbílinn í gegnum veggbox þá þarftu einfaldlega að stinga tenglinum á hleðslusnúrunni í innstunguna í bílnum og hleðslan hefst.
Tengillinn fer inn og orka kemur út.
Það er jafn þægilegt að hlaða á hleðslustöðvum, til dæmis ef slíkt er í boði á vinnustaðnum. Yfirleitt er hleðslusnúra áföst. Ef það er ekki hleðslusnúra á hleðslustöðinni þá geturðu einfaldlega notað snúruna sem fylgir bílnum en hún ætti alltaf að vera í skottinu.
Það eru tvær gerðir af hleðslu og tengjum.
AC hleðsla
Rafhleðslu er skipt í tvær gerðir. Í AC hleðslu umbreytir AC/DC straumbreytirinn aflinu úr almennri AC grind í jafnstraum.
DC hleðsla
Er riðstraumi umbreytt í jafnstraum áður en hann kemst í snertingu við bílinn – til dæmis á hleðslustöðvum. Kosturinn við þetta er sá að hærra úttak næst við hleðslu, til dæmis á þjóðveginum, og þetta dregur úr tímanum sem þarf í hleðsluna.
Það er tvær gerðir af tenglum.
Þú stingur í samband, aflæsir og aftengir – það er ekki flóknara að hlaða rafbílinn þinn. Á síðustu árum hafa tvær gerðir af hleðslutenglum orðið staðalbúnaður í Evrópu.
Type 2 tengill
Type 2 er hæghlaðandi og uppfyllir Evrópustaðalinn fyrir AC hleðslu. Allar almennar hleðslustöðvar hafa að minnsta kosti gerð 2 af innstungu.
- AC hleðsla fyrir MEB virkar á 7 til 11 kW. Full hleðsla rafgeymis á 11 kW tekur á milli 5 til (fyrir minni rafgeyma) 8 klukkustundir, til dæmis.
- Þannig að ef þú ert með veggbox heima þá geturðu sett í gang fulla hleðslu á 11 kW á hverju kvöldi. Það ætti líka að vera mögulegt að endurhlaða rafmagnið sem þú þarft í ferðir hverrar viku á um 5 til 8 klukkustundum á vinnustaðnum þínum. Á ýmsum almenningsstöðum, til dæmis við stórmarkaði, verður í framtíðinni hægt að endurhlaða bíliinn fyrir raforkuþörf dagsins á um einni klukkustund.
Combo 2 tengill
Í Evrópu er CCS hleðsla (Combined Charging System) staðalbúnaður fyrir hraðhleðslu. Viðeigandi tengill veitir viðbótar tengingar fyrir DC hraðhleðslu. Combo 2 gerðin af tengli gerir þér kleift að hlaða bílinn á öllum almennings hleðslustöðvum með DC hleðslu úttaki upp á 22 kW eða meira. DC hleðslu úttak upp á 100-125 kW gerir þér kleift að hlaða ID. Neo upp að 80% á um hálftíma.
Frá innstungu að hraðhleðslustöð: Hversu hratt hleðst rafgeymirinn hjá þér?
Grunnreglan er: Því hærra úttak því hraðari er hleðslan. Hins vegar getur hleðslutíminn verið mismunandi eftir gerð hleðslunnar, hve mikil hleðsla er eftir á rafgeyminum og við hve miklu afli bíllinn getur tekið. Umhverfisþættir á borð við hita og sólarbirtu eða hitann á rafgeyminum í bílnum hafa líka áhrif á hleðsluna. Ef þú til dæmis hleður ID. bílinn þinn í heimilisinnstungu þá geturðu uppfyllt daglega rafmagnsþörf með því að hlaða yfir nóttina á 2kW á klukkustund. Það tekur styttri tíma að hlaða úr veggboxi eða AC hleðslustöð: Þá þarftu aðeins 5-8 stundir til að ná fullri hleðslu (fer eftir stærð rafgeymis). Hraðasta hleðsluleiðin er að nota háspennuhleðslustöðvar (High Power Charging – HPC) með úttaki upp á 100 kW eða meira en þá nær bíllinn allt að 80% hleðslu á aðeins 30 mínútum. Almennt er mælt með því að þú hlaðir rafbílinn ekki til fulls á hverjum degi. Það verndar rafgeyminn.