Hleðsla & Drægni

Hvernig get ég borgað?

4 mín. lesa

Innstunga og veggbox

Ef þú hleður rafbílinn þinn heima í gegnum innstungu eða veggbox þá greiðirðu fyrir hleðsluna með næsta rafmagnsreikningi. Einfaldara verður það ekki.

Wallbox

Hleðslustöðvar á almannafæri

Það er líka mjög auðvelt að borga á forgreiddum hleðslustöðvum í borginni eða á þjóðveginum: Sem ökumaður rafbíls velur þú veitu sem innheimtir hjá þér fyrir því rafmagni sem þú notar í hleðsluna. Veitan er skráð MSP – mobility service provider – og veitir þér gjaldfærslur sem henta þínum þörfum fullkomlega – rétt eins og símafyrirtækið þitt. Þú getur líka sérsniðið einstaka kosti að eigin þörfum og notkun bílsins. Ef þín MSP-veita er ekki tengd tiltekinni hleðslustöð þá geturðu samt greitt sérstaklega fyrir hleðsluna, beint til rekstraraðila hleðslustöðvarinnar (CPO – charge point operator), til dæmis með kreditkorti.

Charging station

Greiðsluleiðir

Authentification

Svo hægt sé að innheimta hjá þér fyrir því rafmagni sem þú notar þarf hleðslustöðin að vita hver þú ert. Þú getur skráð þig inn með hleðslukorti eða appi (með NFC samskiptum eða QR kóða). Veldu einfaldlega það sem hentar þér best. Innheimt verður hjá þér samkvæmt vistaðri greiðsluleið (t.d. debetkort, kreditkort eða PayPal). Þú getur greitt beint til hleðslustöðvarinnar með kreditkorti.

Gjöldin eru yfirleitt miðuð við tíma en ekki það magn af rafmagni sem þú notaðir í hleðsluna. Ástæðan er sú að mjög fáar hleðslustöðvar eru vottaðar um að þær uppfylli kvörðunarreglur til að skrá nákvæmlega magn rafmagns. Hins vegar mun þetta verða algengara í framtíðinni sem þýðir að við megum vænta þess að almennt verði innheimt fyrir því magni af rafmagni sem notað er.

Plug & Charge

Plug & Charge

Til að gera rafhleðslu enn einfaldari í framtíðinni munt þú aðeins þurfa að stinga rafmagnssnúru í samband og rafhleðslan hefst. Með þessari tækni, sem kallast Plug & Charge, verða auðkennisupplýsingarnar þínar vistaðar í bílnum einu sinni. Hleðslustöðin ber þá sjálfkrafa kennsl á þig og býr til afskaplega hagkvæma lausn.

Gjaldfrjáls hleðsla

Auk hleðslustöðva með fyrirframgreiðslu þá eru margar almennar hleðslustöðvar sem þú getur notað gjaldfrjálst, til dæmis í bílastæðahúsum stórra matvöruverslana eða húsgagnaverslana. Þetta gerir innkaupin enn ánægjulegri!

Free Charging