Golf
Goðsögn á hjólum verður stafræn
Golf er mörgum götum á undan. Hann setur ný viðmið um stafræna tækni í akstri. Allar ferðir eru þægilegri og afslappaðri með skynvæddum aðstoðarkerfum. Um leið er þetta dæmigerður Golf.
Golf – þægilegri, snjallari og tengdari kynslóð.
Sjáðu Golf með eigin augum
Sjáðu Golf með eigin augum
Stafræn þægindi
Klæðskerasniðið að þér
Þinn Golf ber kennsl á þig og virkjar sjálfkrafa persónulegt ökusnið þitt* eftir þeim búnaði sem til taks er – það eru sætastillingar, lýsing og valið hitastig. Þú getur lagað stillingarnar þínar að Innovision stjórnrýminu sem er valbúnaður og notað 25,4 cm (10 tommu) stafrænt mælaborð með 25,4 cm (10 tommu) Discover Media eða Discover Pro leiðsögukerfi. Stafrænt stjórnrými býður upp á hefðbundna virkni á borð við snúningsmæli, hraðamæli og mæli sem sýnir ekna vegalengd, auk gagnlegra viðbótarupplýsinga. Til dæmis er hægt að birta leiðsögukort á öllum skjánum.
Stór skjárinn í Discover Media eða Discover Pro leiðsögukerfi er notaður til að birta margskonar virkni með glæsilegum myndum, rétt eins og á snjallsíma. Þú getur jafnvel sérsniðið heimaskjáinn með ljósmyndum og uppáhaldsvirkni.
*Eftir að þú hefur sett upp Volkswagen auðkennið og skráð þig inn í fyrsta skipti.
Hönnun
Góður sýnileiki. Áþreifanlegur Golf.
Golf skartar kraftmikilli hönnun með lágum framenda með mjóum LED Matrix ljósum í fjórum útlitsgerðum, en Volkswagen merkið fullkomnar síðan myndina. Eins og ávallt í Golf er hönnunin öll í samræmi og samhljómi. Ný bakhlið einkennist af mjóum afturljósasamstæðum með nýju merki og Golf áletrun á milli þeirra. Útblástursrörin eru í hvarfi undir snoturlega hönnuðu vindskeiði að aftan.
IQ.DRIVE
Haltu fjarlægðinni. Og haltu þig á löglegum hraða.
Sjálfvirkur hraðastillir (ACC), sem er valbúnaður, getur komið í veg fyrir að þú farir yfir forskráð hraðahámörk* og gerir þér kleift að viðhalda þægilegri lágmarks fjarlægð frá bílnum fyrir framan. Í samtengingu við leiðsögukerfi sem er valbúnaður inniheldur hraðastillirinn forskráð hraðastillingarkerfi og beygjuaðstoð. Þetta hjálpar þér að forðast hraðakstur með því að halda þér á löglegum hraða.** Kerfið hjálpar þér líka að nota umferðarupplýsingar úr leiðsagnarkerfinu til að laga ökuhraða að beygjum, gatnamótum og hringtorgum.**
* upp að 210 km/klst. ** innan marka kerfisins
Fáðu að vita meira um Golf:
Golf er boðberi nýrrar kynslóðar bíla. Hann einkennist af stafrænum nýjungum, kraftmikilli hönnun og þægilegum aðgerðamöguleikum.
Nýr Golf GTE
Nýr Golf GTE fer að koma.
Öflugri. Meira stafrænn. Skilvirkari.