ID. Buzz Cargo

ID. Buzz Cargo

Rafmagnaður vinnufélagi

Rafmagnaður vinnufélagi

ID. Buzz Cargo: ný kynslóð rafmagnaðra atvinnubíla

Þetta er fyrsta kynslóð af nýjum akstursmáta hjá Volkswagen atvinnubílum. Fyrstu alrafdrifnu bílarnir: ID. Buzz og ID. Buzz Cargo. Hvort sem þú leitar að bíl fyrir alla fjölskylduna eða sendibíl: Fáðu að kynnast nýrri, einstakri hönnun sem sameinar nútímaleg hlutföll og framsækna tækni. Full tenging, stafrænir eiginleikar, endurhugsað rými og nýr, umhverfismeðvitaður akstursmáti – með þeim ID. Buzz og ID. Buzz Cargo.

Leikarinn Ewan McGregor verður sendiherra Volkswagen merkisins

Ewan Mcgregor er frábær liðsstyrkur fyrir okkur. Ewan er eldheitur aðdáandi Volkswagen og safnar klassískum bílum sem hann rafvæðir sjálfur. Ewan hefur lengi verið velvildarsendiherra hjá UNICEF í Bretlandi og látið sig góðgerðamál varða. Þess vegna er hann fullkominn samstarfsaðili í verkefni okkar að gera ferðamáta framtíðarinnar sjálfbærari.

Remaining time, --:--

Leiðin inn í nýjan akstursmáta

Nýir ID. Buzz og ID. Buzz Cargo setja ný viðmið varðandi flutninga á fólki og farmi. Í fyrsta skipti höfum við þróað farþegabíl frá grunni sem rafbíl, allt frá fyrsta drætti til lokafrágangs. Og hvað varðar notkun á rými, nettgengingar eða drifrásir, þá umskapar ID. Buzz hugmyndina um akstur.

  • Kolefnishlutlaus afhending til viðskiptavina
  • Framsæknir tengimöguleikar með OTA-uppfærslun í gegnum We Connect og Car2X
  • Ný, snjalltengd akstursaðstoðarkerfi
  • Smágert en afskaplega rúmgott innanrými
The dashboard of the VW ID. Buzz.

ID. Buzz: Miklu meira pláss og miklu meiri sveigjanleiki

Hvort sem þú ert í borginni eða úti á landi, að ferðast með fjölskyldunni eða í helgarferð með vinum, þá er ID. Buzz umhverfisvænni, þægilegri og hagnýtari. Við höfum algjörlega endurhugsað innanrýmið, sem einkennist af stafrænum nýjungum og miklum sveigjanleika.

  • ID. Light
  • Færanlegt, margnota ID. Buzz box er valbúnaður
  • Baklýsing; í boði eru allt að 30 litir
  • Ekkert skinn af dýrum í innanrýminu
  • Endurunnin efni, t.d. í sætahlífum, gólfmottum og skrautlistum
  • OTA-uppfærslur í gegnum We Connect
The VW ID. Buzz Cargo is loaded with goods.

ID. Buzz Cargo: nýtt farangursrými fyrir nútímalega vöruflutninga

Hvers væntir þú af nútímalegum vöruflutningum? Rafdrif, nægilegt hleðslurými, löng rafdrægni. Með ID. Buzz Cargo bjóðum við upp á nákvæmlega þetta. Og að auki útbúinn öllum nýjustu tengimöguleikunum og stafrænu eiginleikunum. Þú endurskilgreinir aksturinn í þínu starfi:

  • Hleðslupláss fyrir tvö Euro-bretti
  • Hámarksþyngd tengivagns 1.000 kg
  • Afskaplega rúmgott innanrými
  • OTA-uppfærslur í gegnum We Connect

Innbyggð nálgun á rafakstur: Framsækinn akstur með ID. Buzz og ID. Buzz Cargo

Til að tryggja raunverulega sjálfbæran akstur hefur allur líftími bílsins verið tekinn með í reikninginn og losun CO2 minnkuð á öllum stigum. Með ID. Buzz og ID. Cargo förum við lengra en nokkru sinni fyrr – ID. Buzz er nú þegar kolefnishlutlaus við afhendingu til viðskiptavinar og einnig er hægt að stinga honum í samband við veggbox, t.d. ID. Charger og hlaða með grænni raforku. Með þessu umbreytir þú þínum akstri og hann verður sjálfbærari, ódýrari og sveigjanlegri. Það er af því þú þarft ekki að fylla á bílinn með bensíni. Skiptu yfir í rafakstur núna, með framsæknum og nettengdum ID. Buzz og ID. Buzz Cargo.

Tækni og tengingar: Verið velkomin í ID. fjölskylduna

Framúrskarandi hönnun veitir liðsinni í dagsins önn. Með ID. Buzz viljum við gefa fólki tímann sinn aftur.

Remaining time, --:--

Nýr ID. Buzz setur viðmið. Hægt er að panta hann með yfir 30 akstursaðstoðarkerfum og möguleika á samskiptum við aðra tengda bíla.

Hann hefur sitt eigið netkerfi, nettengingu, netþjónustur og innbyggða raddstýringu; þannig nær hann upp á nýtt stig tengigetu. Hann er klár í að endurskilgreina þinn akstur.

Hvað má bjóða þér að gera næst?

Sýningarsalur

Vefverslun

Yfirlit bíla

Notaðir bílar

Verðlistar & Bæklingar

Hvað má bjóða þér að gera næst?