A man in a yellow jacket leans against his VW ID.

ID. 3.0 hugbúnaðar- uppfærsla

Næsta hugbúnaðaruppfærsla fyrir þinn ID. er tilbúin

Remaining time, --:--

Með ID. 3.0 hugbúnaðinum veitir Volkswagen þér nýja möguleika og umbætur án gjalds. Margar af þessum umbótum eru byggðar á ábendingum frá viðskiptavinum.

Hefur þinn ID. þegar fengið nýju 12 volta rafhlöðuna og ID. 2.4 uppfærsluna frá þínum samstarfsaðila Volkswagen? Ef svo er þá ertu klár fyrir næstu stóru uppfærslu, ID. 3.0 hugbúnaðaruppfærsluna.

Ekki er hægt að endurræsa eldri hugbúnaðarútgáfu.

Ein uppfærsla í tveimur hlutum

A visualisation of the phases of the Over-the-Air update

3.0 uppfærslan samanstendur af tveimur hlutum. Til að njóta til fulls I3.0 uppfærslunni skaltu setja upp hluta 1 og hluta 2 af uppfærslunni. Með OTA-uppfærslum getur þú uppfært þinn ID. þegar þér hentar. Lestu vandlega leiðbeiningarnar í „Release Notes“ fyrir hvorn hluta uppfærslunnar. Þessar leiðbeiningar finnur þú í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu (infotainment system).

Er þinn ID. í netstillingu (online mode)?

Þýðir „netstilling“ (online mode) að ég sé að senda eða deila upplýsingum um staðsetningu mína?

 

ID. 3.0  uppfærslan – helstu atriði

Hér færð þú yfirlit yfir það sem ID. 3.0 hugbúnaðaruppfærslan felur í sér og hvernig á að framkvæma uppfærsluna. Ítarlega upplýsingar og fræðslumyndir er hægt að fá í gegnum tengil undir hverjum kafla.

The interior of a fully electric ID. model with the infotainment system

Hvað er uppfært með 3.0?

Hér finnur þú ítarlegar upplýsingar, ljósmyndir og fræðslumyndir um hvað hugbúnaðaruppfærslan inniheldur.

A woman in a yellow blouse walks away from her ID.3 smiling

Hvernig get ég sett upp 3.0 uppfærsluna?

Hér færð þú ítarlegar leiðbeiningar, skref fyrir skref, um hvernig á að setja upp hluta 1 og hluta 2 af 3.0 uppfærslunni.

A woman looks at her smartphone with VW logo – Over-the-Air update

Ertu með spurningar um uppfærsluna?

Ef þú hefur spurningar um uppfærsluna, vinsamlegast skoðaðu kaflann um algengar spurningar.

3.0 uppfærslan – Hvað er uppfært? 

A woman stands in front of her parked VW ID. model in red
Hvað inniheldur 3.0 uppfærslan?

3.0 í OTA-uppfærslu færir þér ýmsan gjaldfrjálsan ávinning. Smelltu á tengilinn hér fyrir neðan til að fá meiri upplýsingar um uppfærsluna.

Meira um bestu mögulegu stýringu á hleðslu og orkunotkun
Meira um endurbætta leiðsögn
Meira um þægindi
Meira um raddstýringu
Meira um öpp og virkni í bílnum
Meira um nettengdar þjónustur

Besta mögulega stýring á hleðslu og orkunotkun

Þægindi og tímasparnaður með styttri hleðslustoppum.

Með 3.0 uppfærslunni er virkni háspennurafhlöðunnar bætt og aukinn tímasparnaður næst.

Friðhelgi í notkunarstýringu
Image of a display – privacy settings

Uppsetning á valmynd fyrir auknar friðhelgisstillingar

Með þessari hugbúnaðaruppfærslu áttu kost á því að sjá núverandi friðhelgisstöðu, opna friðhelgisstillingar og sjá ítarlegan upplýsingatexta um hverja stillingu – allt í gegnum stjórnstöðina. Notendur geta sérsniðið sínar stillingar í upplýsingar- og afþreyingarkerfinu, ef notandi er skráður inn í ökutækið, og vistað þær.

Nafnlausir gestanotendur geta líka valið netstillingu (oneline mode) eða ónettengt (offline mode) (með eða án staðsetningarupplýsinga) á móttökuskjánum.

Þú ákveður fyrir þig hvaða upplýsingar þú vilt senda eða deila. Allar netþjónustur sem passa ekki við þínar friðhelgisstillingar verða afvirkjaðar í bílnum. Auk þess geta aðalnotandi og gestanotendur afvirkjað þjónustur í bílnum sem eiga ekki að vinna úr persónuupplýsingum í gegnum vörulistann í myVolkswagen appinu eða í vafra í gegnum myVolkswagen. Þetta tryggir að aðeins viðkomandi þjónusta í bílnum hindri samskipti (fyrir utan lögbundna virkni á borð við eCall).

Þægindi

í ID. Þú fylgist með því sem er mikilvægt.

AR skjár í augnhæð er valbúnaður og sendir þér gagnlegur upplýsingar beint í gegnum sjónsviðið. AR-tæknin gerir kleift að sjá nákvæmar leiðarupplýsinar um veginn sem þú ekur eftir og hvar þú átt að beygja. Þannig kemst þú þægilega og örugglega á áfangastað. Með 3.0 hugbúnaðarútgáfunni er AR skjár í augnhæð víkkaður út svo hann inniheldur viðbótarábendingar frá svæðum langt í burtu, t.d. viðvörun um stöðu rafhlöðunnar (SOC) og endurbættar leiðsagnarupplýsingar og fjarlægðarupplýsinar frá leiðsögukerfinu sem er valbúnaður.

Þinn ID. skilur þig betur

ITil að bíllinn skilji þig betur og nái betra sambandi við þig með hraðari raddstýringu, þá hefur Volkswagen endurbætt inntak og úttak raddar. Viðbragðshraði raddstýringarinnar er meiri og gæði svörunar eykst í samanburði við síðustu hugbúnaðarútgáfu. Til að fá bílinn til að skilja þig betur og eiga betri samskipti við þig.

Remaining time, --:--
Raddstýring og nettengd raddstýring

Með raddstýribúnaðinum (aukabúnaður) geturðu stýrt völdum aðgerðum í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu á þægilegan hátt með raddskipunum. Þannig getur ID. skilið frjálslegt og eðlilegt talmál. Samskiptin hefjast með ávarpinu „Halló ID.“ eða með því að ýta á stýrishnappinn. Með þessari uppfærslu verður raddstýringin hraðari og skilningurinn á skipunum verður áreiðanlegri.

Gildur We Connect Plus samningur og Volkswagen ID notandareikningur eru skilyrði þess að fá aðgang að nettengdri raddstýringu.

Öpp í bílnum

Appið „We Charge“ hjálpar þér við hleðslu. We Charge getur hjálpað þér að finna hleðslustöðvar á korti fyrir nágrenni núverandi staðsetningar eða á áfangastaðnum og síðan vísað þér veginn þangað.

Með þessari uppfærslu gerir In-Car App þér kleift að bæta við virkni á borð við tölfræði yfir hleðslustöðvar, ítarlegri síunarmöguleika og áhugaverða staði í nágrenninu.

Þessi uppfærsla getir notanda In-Car App kleift að segja sitt álit á hleðslustöðvum með stjörnugjöf og tilkynna bilanir. Ennfremur geta notendur séð meðalstjörnugjöf sem og vandamál og bilanir sem hefur verið tilkynnt um á hleðslustöðvum.

Fleiri nettengdar þjónustur

Núna notar þú We Connect Start í þínum ID. Með þessari uppfærslu getur þú núna valið að fá næstu kynslóð af nettengdum þjónustum (Mobile Online Services) gjaldfrjálst, í tveimur pökkum: We Connect og We Connect Plus.

We Connect inniheldur viðbótar bíltengdar þjónustur, t.d. stöðu á hurðum og ljósum, og endist ótakmarkað. 

We Connect Plus inniheldur meðal annars nettengdar upplýsingar um áhugaverða staði (Online Point of Interest) og Volkswagen sér um gagnakostnað fyrir internet-útvarpið. We Connect Plus er hægt framlengja með gjaldi eftir upphafstímabilið.

Innleiðing

Fyrst skaltu ganga úr skugga um að þú sér með virkan We Connect Start samning
Remaining time, --:--

Virkur We Connect Start samningur er nauðsynlegur til að þú getur notið góðs af nettengdum þjónustum frá Volkswagen (Mobile Online Services). Þessar þjónustur eru gjaldfrjálsar fyrir þig.

Ef þú ert nú þegar með virkan We Connect Start samning og We Connect ID. App uppsett á snjallsímanum þínum, þá geturðu sleppt þessu skrefi.

  1. Hlaða niður gjaldfrjálsu We Connect ID. App á símann þinn. Það veltur á stýrikerfinu sem þú notar, en þú getur fundið We Connect ID. App fyrir Android eða fyrir iOS í App Store eða Google Play Store.
  2. Þú skráir þig inn í appið með Volkswagen auðkenninu þínu og bætir bílnum þínum við.
  3. Að virkja We Connect Start samninginn þinn. Til að gera þetta fylgirðu leiðbeiningunum sem birtast í appinu.

Hvernig get ég sett upp 3.0 uppfærsluna?

Uppfærslan er í tveimur hlutum. Til að njóta til fulls 3.0 uppfærslunnar er mikilvægt að setja upp hluta 1 og hluta 2 af uppfærslunni.

Með 3.0 hugbúnaðaruppfærslunni er núna mögulegt að bæta við notendum og skipta á milli aðalnotanda og annarra notenda. Eftir uppsetningu á hluta 1 í uppfærslunni skráist þú út úr bílnum. Nauðsynlegt er að vera skráður inn sem aðalnotandi til að geta notað nettengdar þjónustur (Mobile Online Services).

Remaining time, --:--
A hand taps something on the display in a VW ID. model

Helstu atriði uppfærslu: 3.0 hugbúnaðaruppfærslan

Til að fá 3.0 útgáfuna í OTA-uppfærslu þarftu að virkja netstillingu (online mode) í bílnum. Þegar bíllinn er í netstillingu hlaðast fáanlegar uppfærslur niður í bakgrunninum á meðan ekið er. Þér verður gert viðvart í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu um leið og 3.0 uppfærslan er tilbúin. Til að setja upp þessar uppfærslur skaltu fylgja eftirfarandi skrefum:

  1. Uppsetning, hluti 1. Tekur u.þ.b. 6-8 klukkutíma (eftir uppsetningu á hluta 1 er nauðsynlegt að vera innskráður í upplýsinga- og afþreyingarkerfið sem aðalnotandi).
  2. Uppsetning, hluti 2. Tekur um það bil eina og hálfa klukkustund
    Móttakan á hluta 2 af uppfærslunni getur tekið frá sjö dögum upp í nokkrar vikur eftir uppsetningu á hluta 1.

Athugið:

  • Á meðan uppsetning á OTA-uppfærslum á sér stað getur þú opnað bílinn en ekki hlaðið hann eða startað honum.
  • Nettengd raddstýring: Eftir uppsetningu á hluta 1 í OTA-uppfærslu verður nettengd raddstýring tímabundið aðeins í boði á ensku og þýsku. Eftir uppsetningu á hluta 2 í OTA-uppfærslu verða önnur tungumál í boði áður en uppfærslan verður aftur fáanleg.
  • Með uppsetningu á 3.0 hugbúnaðaruppfærslunni verða sumar af sérsniðnum stillingum þínum (t.d. vistaðar útvarpsstöðvar, sætahitun) hluti af sjálfgefinni verksmiðjustillingu.
  • Ekki er hægt að endurræsa hugbúnaðarútgáfu.

Þú getur fengið fleiri svör við algengum spurningum í FAQ-kaflanum.

Uppfærsluferli

Hver er munurinn?

Þessar hugbúnaðaruppfærslur sýna þér að ID. er hægt að uppfæra eftir að hann hefur verið keyptur. Umfang sumra hugbúnaðaruppfærslna getur verið breytilegt eftir framleiðslutíma bílsins. Með ID. software 3.0 uppfærslunni nýtur þú góðs af ýmiskonar virkni og endurbótum.

Ef bíllinn hefur áður fengið 2.4 útgáfuna á verkstæði og þú ert með gildan We Connect Start samnings og Volkswagen ID notandareikning þá getur bíllinn fengið 3.0 útgáfuna í OTA-uppfærslu. Ef bíllinn var afhentur með 3.0 útgáfunni uppsettri þá færðu auðvitað ekki 3.0 í OTA-uppfærslu. Þetta er vegna þess að bíllinn hefur þegar fengið 3.0 útgáfuna frá verksmiðjunni.

Eftirfarandi töflur veita yfirlit yfir þá virkni sem í boði er fyrir ID. bílategundir með 3.0 uppsetta í gegnum OTA-uppfærslu, sem og þá sem hafa fengið 3.0 uppsetta í verksmiðju.

Meira um bestu mögulegu stýringu á hleðslu og orkunotkun
Meira um endurbætta leiðsögn
Meira um þægindi
Meira um öpp og virkni í bílnum
Meira um nettengdar þjónustur

FAQ – Spurningar og svör á einum stað