Einföld svör við spurningum
Getur rafbíll brunnið? Er óhætt að hlaða bílinn í rigningu? Og hvað þarf að hafa í huga þegar bíllinn er dreginn? Alls konar spurningar vakna þegar rætt er um rafbíla. Hér finnur þú svörin.
Öryggisreglur varðandi háspennukerfi
Þær hættur sem helst eru til staðar í vottuðum rafbílum eru sambærilegar við það sem gengur og gerist í öðrum drifrásum (eldsneyti, bensín).
Öryggisráðstafanir við hleðslu
Útsláttarrofar bæði í rafhlöðunni og í fulleinangraðri hleðslusnúru tryggja að öruggt er að hlaða í rigningu. Hleðslan hefst ekki fyrr en bæði hleðslutengin eru örugglega tengd og gengið hefur verið úr skugga um að tengingin sé örugg bæði hvað varðar bílinn og rafgjafann. Þá fyrst fer rafstraumurinn af stað og hleðsla í rigningu er örugg.
Forðast skal alla snertingu við rafbúnað í þrumuveðri. Skemmdir á innri rafleiðslum bílsins eða á hleðslukerfinu geta valdið því að elding ljósti bílinn eða nánasta umhverfi hans. Þess vegna eru hleðslustöðvar yfirleitt útbúnar vörn gegn yfirhleðslu. Best er að spyrja rekstraraðila hleðslustöðvarinnar um hvort varnartæki séu til staðar.
Nei. Það er ekki aukin hætta á raflosti í vatni vegna fjölmargra öryggiseiginleika í háspennukerfinu.
Nei. Til að slíkt geti gerst þarftu að vera í sambandi við báða rafpólana, þ.e. pósitífu og negatívu snúruna. Háspennukerfið hefur líka innbyggða fjölmargra öryggiseiginleika sem koma í veg fyrir raflost.
Ef veggboxið er uppsett á faglegan hátt er hleðslustöðin hluti af raföryggi heimilisins.
Nei. Því klóin er hönnuð á þann hátt að fingurinn getur ekki snert það sem hún tengist við. Hins vegar er miklu mikilvægara að rafstraumurinn fari ekki af stað fyrr en búið er að handhrista fjarskiptaleiðslu snúrunnar. Þannig er straumnum ekki hleypt af fyrr en klóin hefur verið tryggilega fest í bílinn og bæði bíllinn og veggboxið hafa numið og staðfest sambandið.
Snúran er fyllilega fest bæði í veggboxið og í bílinn á meðan öll hleðslan á sér stað og aðeins mikið átak getur rofið hana. En ef þetta gerist engu að síður þá er það öruggara en ef snúran myndi falla út úr veggnum inni í húsi. Vegna þess að bæði veggboxið og bíllinn greina rofið á tengingunum og slökkva á straumnum eins hratt og mögulegt er og í samræmi við viðurkennda alþjóðlega öryggisstaðla.
Já. Það er mjög hættulegt! Það er jafnhættulegt og ef þú myndir til dæmis klippa á sjónvarpssnúru. Svo fyrir alla muni, alls ekki gera þetta!
En ef snúran yrði klippt í sundur myndu bæði veggboxið og bíllinn greina rofið á tengingunum og slökkva á straumnum eins hratt og mögulegt er og í samræmi við viðurkennda alþjóðlega öryggisstaðla.
Aðeins í verstu tilvikum getur orðið straumrof, þ.e. ef hleðslustöðin hefur ekki verið tengd með faglegum hætti. En svo þú lendir ekki í slíkum vanda þá eru vel þjálfaðir rafvirkjar á okkar vegum þér til reiðu og geta veitt þér bestu mögulegu ráð. Og þetta gerist áður en þú hleður bílinn í fyrsta skipti. Veggboxið er auk þess útbúið öryggiseiginleikum sem koma í veg fyrir straumrof. Nokkrir íhlutir til viðbótar og nokkrar einfaldar aðgerðir við uppsetningu eru nauðsynlegar.
Eldfimi rafbíla og aðferðir til að slökkva eld.
Já. Það getur kviknað í rafbílum rétt eins og hefðbundnum bílum. Auk þess er örlítil hætta á eftirbruna í rafbílum. Sérstaklega ef skemmdir verða á háspennurafhlöðunni sem geymir raforkuna og efnaorkuna. Efni í föstu og fljótandi formi geta líka brunnið. En liþíum málmurinn brennur ekki.
Það fer eftir hverju og einu tilviki. Hægt er að ná valdi á eldi í rafbíl ef notaðar eru réttar aðferðir eins og þær sem slökkvilið beitir.
Slökkvistarf tekur mið af aðstæðum en beita á sömu aðferðum og við eld í venjulegum bíl. Þegar það er gert er mikilvægt að kynna sér upplýsingar á björgunarspjöldum.
Nei. Vatn slekkur eldinn undir eins. Í versta falli getur vatnsbunan valdið staðbundnu skammhlaupi á háspennukerfinu en rafstraumur hleypur ekki í vatnsbununa. Þar sem ekkert liþíum sem frumefni er í liþíum-jóna rafhlöðu þá er snerting við vatn í þessu samhengi ekki vandamál.
Eitraðar lofttegundir og reykur myndast við allan eldsvoða. Því skal ávallt halda sig í öruggri fjarlægð frá brennandi bíl. Slökkvilið notar öndunargrímur þegar barist er við eld í rafhlöðunni rétt eins og þegar tekist er á við annan eldsvoða.
Fylgja skal sömu aðferðum og þegar barist er við eld í venjulegum bíl.
Sama hætta stafar af eldi í rafbíl eins og í hefðbundnum bíl. Öll efni í bílnum valda reyk og hita, auk rafhlöðunnar og eldsneytisins. Slökkvilið beitir því hefðbundnum aðferðum við tilvik sem þetta. Almenn regla gildir: Aðra bíla í neðanjarðargeymslunni þarf að fjarlægja undir eins ef bíll er að brenna á staðnum.
Sumstaðar má ekki leggja rafbílum í bílastæðahúsum. Rannsóknir okkar hafa hins vegar leitt í ljós að engin þörf er fyrir slíkar hömlur. En hver og einn rekstraraðili þarf að ákveða þetta.
Heilsuvá
Almennt séð, ekki. Yfirleitt er rafsegulsviðið tekið með í reikninginn við hönnun nýrra bíla. Þeir eru hannaðir á þann hátt að jafnvel áhrif á viðkvæmt fólk, t.d. fólk með ígrædd líffæri, eru lágmörkuð.
Öryggisatriði við bilun og slys.
Sérhæft dráttarfyrirtæki þarf að sjá um að draga burtu rafbíl. Nákvæmari upplýsingar um þetta er að finna í handbók bílsins. Sérstakar varúðarráðstafanir þarf að viðhafa þegar bíl er lagt eftir eld.
Eftirfarandi gildir um rafbíla eða tvinnbíla sem lenda í slysi: Leggja þarf þeim utandyra á aflokuðum svæðum vegna eldhættu, og í nægilega mikilli fjarlægð frá öðrum bílum, eldfimum hlutum og flötum. Ávallt skal forðast að leggja rafbíl eða tvinnbíl með bilaða rafhlöðu í aflokuðum byggingum.
Auk þess þarf að fylgja leiðbeiningum framleiðanda, t.d. þeim sem er að finna á öryggisspjöldum. Ef íhlutir í háspennu í rafbíl eða tvinnbíl verða berskjaldaðir fyrir veðri vegna slyss þarf að hylja þá með segldúk og merkja hann á viðeigandi hátt. Þetta skiptir sérstaklega máli varðandi afhendingu bíla utan skrifstofutíma.
Rafbílum eða tvinnbílum sem hafa lent í árekstri verður að leggja tryggilega í samræmi við reglur um einangrun þar til hætta á því að eldur brjótist út aftur er liðin hjá. Tímalengd og ferli, til dæmis fjarlæging eða viðgerð, eru þættir sem eru breytilegir frá einu tilviki til annars og sérfræðingar í háspennu ákveða þetta.
Við slys ættu allir í bílnum að fara út úr honum tafarlaust og fara á öruggan stað. Grípa skal til nauðsynlegra öryggisráðstafana.
Eldur getur kviknað strax eftir slys, stuttu síðar eða í sumum tilvikum jafnvel einhverjum dögum síðar, sérstaklega ef rafhlaðan hefur skemmst við slysið. Ávallt skal skorða af slysstaðinn og færa alla sem lentu í slysinu á öruggan stað.
Þetta er mjög ólíklegt en ekki útilokað, sérstaklega eftir alvarleg slys. Ef kerfið greinir slys þar sem loftpúðar hafa verið virkjaðir þá aftengjast háspennurafhlaðan og rafkerfið hvort öðru sjálfkrafa. Auk þess er ýmis og fjölbreyttur öryggisbúnaður í bílnum:
1. Allt háspennukerfið er hannað með það í huga að það sé varið fyrir snertingu.
2. Háspennukerfið er auk þess algjörlega einangrað frá yfirbyggingu bílsins – svokölluð rafræn einangrun.
3. Háspennukerfið er tafarlaust afvirkjað ef alvarleg slys sem ræsa loftpúðana verða.
Ferlinu er lýst nákvæmlega á viðeigandi björgunarspjöldum.
Allir ID. bílar eru með sérstaka vörn fyrir undirvagninn.
Skráðu þig, við sendum þér fréttir um leið og þær berast.
Fáðu fréttir frá Volkswagen,
ID.3 1ST, forsölum, nýjum bílum, sýningum og ýmsu fleiru.