Technology & Engineering

Ein eining. Margar gerðir

Hvort sem um er að ræða borgarbíl, jeppa eða rúmgóðan sjö sæta bíl þá veitir rafaksturskerfið modular electric drive kit – sem oftast er kallað MEB – þér allt sem þú gætir óskað þér fyrir rafakstur í framtíðinni. MEB er sérstaklega hannað fyrir rafbíla. Helsti kosturinn er sá að með MEB er hægt að hagnýta sér til hins ýtrasta helstu möguleikana sem þessi tækni býður upp á. Fyrir þig táknar þetta aukið pláss, aukna fjölbreytni, meiri drægni, aukin þægindi og betri aksturseiginleika. Nýr og betri akstursmáti.

Meira pláss til að blómstra í

Volkswagen hefur endurhugsað rafakstur frá grunni. Þörfin fyrir sprengivél, gírkassa, bensíntank og útblásturskerfi er horfin. Þetta eru góðar fréttir fyrir þig sem og verkfræðinga okkar og hönnuði. Þetta þýðir að hjólhafið er stærra, skyggnin styttri og litlir rafmótorar eru á sjálfum öxlunum. Þetta gefur ekki bara kraftmeira yfirbragð heldur veitir fullkominn grunn fyrir alls konar bíla – allt frá smábílum upp í sendibíla. Plássið er miklu meira og þú hefur meira rými fyrir þig, farþega þína og farangurinn þinn.

Fullkomið aflkerfi

Kjarninn í ID. fjölskyldunni er hraðhlaðandi rafgeymir sem er varinn og innbyggður í gólfið á bílnum, til að spara pláss. Þetta lækkar þyngdamiðpunktinn og dreifir þunganum betur svo aksturinn verður sérlega lipur.

Hægt er að sérsníða rafgeyminn.

Ef þér er til dæmis ekki svo ýkja umhugað um langt drægi þar sem þú keyrir mikið í borginni, þá nægir þér lítill rafgeymir. Það lækkar líka verðið á bílnum. En ef þú á hinn bóginn þarft mikið rafmagn fyrir langar ferðir þá velurðu einfaldlega bíl með stærri rafgeymi.