Guide & Inform.
Með markmiðið fyrir augum, nánast í rauntíma.
Þjónusta í Guide & Inform Basic
Engar umferðarteppur. Ekkert stress.
„Umferðarupplýsingar á netinu“ breytir akstursleiðinni til samræmis við nýjustu umferðarupplýsingar á netinu nánast í rauntíma. Þannig er varað tímanlega við truflunum á umferð og þjónustan aðstoðar þig við að sneiða hjá umferðarteppum.
- Stungið er sjálfkrafa upp á annarri akstursleið.
- Sýnir nýjustu upplýsingar um umferðarskilyrði, hindranir, umferðarteppur og þróun þeirra á skýran hátt
- Umferðarupplýsingar eru sóttar á netinu nánast í rauntíma
- Virk akstursleiðsögn reiknar út mögulegan tímasparnað miðað við umferðarskilyrði hverju sinni
- Upplýsingarnar eru settar fram á aðgengilegan hátt með litamerkingum
Hafðu markmiðið alltaf fyrir augum
Með þjónustunni „Áfangastaðir fluttir inn af netinu“ getur þú sent áfangastaði í leiðsögukerfi bílsins áður en lagt er af stað. Hægt er að flytja áfangastaðina inn með Volkswagen-appinu. Greinargóð yfirlitssíða sýnir frekari upplýsingar og þar er hægt að fá leiðsögn beint að áfangastað.
- Einfalt að flytja inn áfangastaði með Volkswagen-appinu
Með markmiðið í farteskinu
Vertu vel undirbúin(n): Með þjónustunni „Leiðir fluttar inn af netinu“ getur þú notað leiðir sem þú býrð til í farsímanum á einfaldan hátt í Volkswagen-bílnum þínum. Þegar leiðsögukerfið hefur tengst internetinu og er komið með nauðsynleg kortagögn er hægt að flytja inn leiðir sem búnar voru til í Volkswagen-appinu.
- Hægt er að skipuleggja akstursleiðina á þægilegan hátt í farsímanum
Finndu það sérstaka á hverjum stað.
Það er sama hvort þú ert að leita að bakaríi, banka eða búð: Með þjónustunni „Leit að áfangastöðum á netinu“ getur þú leitað markvisst að eftirlætisstöðum á hverjum stað í gegnum Google™. Internetgögnin eru stöðugt uppfærð og bjóða upp á margar óvæntar og nytsamlegar uppgötvanir. Þannig verður ferðalagið enn skemmtilegra.
- Upplýsingar eru uppfærðar stöðugt með leit á netinu (Google™)
- Yfirlit yfir alla viðeigandi áfangastaði
- Uppgötvaðu nýja uppáhaldsstaði
- Fljótari að finna, fyrr á staðinn
Þú getur lagt bílnum án þess að þurfa að bíða lengi.
Með þjónustunni „Bílastæði“ finnur þú hentug bílastæði í nágrenni bílsins hverju sinni á einfaldan og afslappaðan hátt. Þjónustan sýnir heildarfjölda bílastæða og hversu mörg stæði eru laus í bílastæðahúsum í nágrenninu. Auk þess veitir þjónustan upplýsingar um verð, opnunartíma og fjarlægðir. Viðkomandi bílastæði birtast á kortayfirlitinu í útvarps- og leiðsögukerfinu.
- Hægt er að hefja leiðsögn að hentugu bílastæði beint í forritinu
Þú þarft ekki lengur að hafa áhyggjur af bensínáfyllingu.
Í þjónustunni „Bensínstöðvar“ færðu upplýsingar um bensínstöðvar í nágrenni við bílinn. Leitarniðurstöður sýna staðsetningu stöðvanna auk upplýsinga um eldsneytisverð og opnunartíma. Leitin hefst annaðhvort að ósk notanda eða sjálfkrafa þegar eldsneyti á tanki fer niður fyrir ákveðin mörk.
- Sé þess óskað hefst leiðsögn að valinni bensínstöð
- Tenging við miðlægan gagnagrunn sér til þess að upplýsingarnar eru stöðugt uppfærðar
Þú finnur hleðslutengingu allsstaðar.
Með þjónustunni „Hleðslustöðvar“ í Car-Net (í boði fyrir rafbíla og tvinnbíla) hefur þú allar upplýsingar við höndina. Þjónustan finnur næstu tiltæku hleðslustöð, tengist leiðsögukerfinu á hentugan hátt þannig að þú kemst þægilega á áfangastað án þess að þurfa að fara einhverjar krókaleiðir.
- Býður upp á ítarlegt yfirlit yfir allar hleðslustöðvar í nágrenni við ökumanninn.
- Vísar leiðina að valinni hleðslustöð eða bætir henni inn í akstursleiðsögnina
- Veitir upplýsingar um aflgjöf og fjarlægð að hleðslustöðvum
- Býður upp á að vista áfangastaðinn fyrir síðari leiðsögn
Róandi að vita til þess að bíllinn fylgist sjálfur með sér.
„Ástandsskýrsla ökutækis“ veitir upplýsingar um stöðu bílsins hverju sinni, til dæmis áður en haldið er af stað í ferðalag. Skýrslan sýnir fyrirliggjandi viðvaranir og viðhald sem er komið á tíma eða fram yfir tíma og vistar þessar upplýsingar.
- Sendir tilkynningar í tölvupósti þegar skýrsla hefur verið búin til fyrir bílinn
- Þegar óskað er eftir skýrslu um bílinn er hún búin til um leið og bíllinn tengist netinu
- Sýnir meðal annars upplýsingar um loftþrýsting í hjólbörðum, áfyllingarstöðu vökva, slit í hemlum og viðhaldstímabil
Fréttir sem eru sniðnar að þér.
Með fréttaþjónustunni færðu fréttirnar sem þú hefur áhuga á. Nýjustu fréttir frá fréttaveitum sem þú ert áskrifandi að birtast á skjá leiðsögukerfisins. Þannig getur þú slakað og og þú missir örugglega ekki af neinu þegar þú ert á ferðinni.
- Hægt er að vista allt að tíu fréttaveitur í einu
Fáðu upplýsingar um hvernig veðrið verður þegar þú kemur á staðinn.
Með veðurþjónustunni færðu nýjustu veðurupplýsingar fyrir staðsetningu þína, áfangastaðinn eða fyrirfram skilgreinda staði. Tekið er tillit til áætlaðs komutíma. Allar upplýsingar eru settar fram á skýran hátt á skjá leiðsagnarkerfisins.
- Upplýsingar um raunhitastigið hverju sinni, vind og veðrið næstu þrjá daga
- Unnið er úr beiðni um veðurupplýsingar út frá nýjustu gögnum þjónustuaðila hverju sinni
Viðbótarþjónusta Guide & Inform Plus
Þú skalt spyrja kerfið um nýja spennandi staði.
Með þjónustunni „Leit að áfangastöðum (raddstýring)“ getur þú leitað markvisst að eftirlætisstöðum á hverjum stað með raddstýringu í gegnum Google™. Internetgögnin eru stöðugt uppfærð og bjóða upp á margar óvæntar og nytsamlegar uppgötvanir sem gera ferðalagið enn skemmtilegra.
- Einfaldasta leiðin til að uppgötva nýja staði í nágrenninu
- Tenging við Google™ sér til þess að upplýsingarnar eru stöðugt uppfærðar
- Hægt að nota í tengslum við upplýsinga- og afþreyingarkerfið „DIscover Pro“
Þú missir af engu lengur.
Alltaf með nýjustu upplýsingar við höndina:
Með þjónustunni „Uppfærsla korta á netinu“ er hægt að hlaða nýjustu leiðsögugögnum niður í upplýsinga- og afþreyingarkerfi Volkswagen-bílsins á einfaldan og þægilegan hátt í gegnum netið. Þegar uppfærð kort eru í boði færðu upplýsingar um stærð niðurhalsins og nauðsynlegt pláss í minni. Því næst eru valdar uppfærslur sóttar og settar upp í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu.
- Býður upp á uppfærslur fyrir tiltekin lönd og svæði
- Einnig er hægt að sækja uppfærsluna á þægilegan hátt á Wi-Fi-netinu heima
- Í boði með upplýsinga- og afþreyingarkerfinu Discover Pro
Vertu tengdur við tónlistina þína.
Þjónustan „Gracenote á netinu“ sækir kápumynd plötunnar fyrir lagið sem verið er að spila sjálfkrafa. Kápumyndirnar eru vistaðar í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu þar sem hægt er að nota þær án nettengingar.
- Finndu tónlistina þína á fljótlegri hátt með gögnum af netinu
- Kápumyndir fyrir uppáhaldstónlistina þína
Viðbótarþjónusta fyrir Guide & Inform Premium2:
*Þjónustan fyrir Guide & Inform Premium er eingöngu í boði fyrir Touareg.
Þú ert með stillt á þína uppáhaldsstöð.
Þjónustan „FM-netútvarp“ tengir saman hefðbundið útvarp og netútvarp. Þegar þú ekur út af útsendingarsvæði uppáhaldsstöðvarinnar þinnar er skipt sjálfkrafa yfir í netstreymi svo þú getir haldið áfram að hlusta.
- Virkja þarf eiginleikann til þess að geta hlustað án truflana
- Bætir upplýsingum af netinu við hefðbundnar útvarpsútsendingar (FM og DAB+)
- Skiptir aftur yfir á hefðbundna útsendingu þegar komið er inn á útsendingarsvæði
- Hægt er að kaupa gagnapakka hjá farsímafyrirtækinu Cubic til þess að geta notað þjónustuna.
Útvarpshlustun án landamæra.
Með netútvarpinu geturðu hlustað á uppáhaldsstöðvarnar þínar og hlaðvarp hvar sem er.
- Hlustaðu á gríðarlegt úrval innlendra og erlendra útvarpsstöðva og hlaðvarpa og uppgötvaðu nýtt efni
- Einfalt er að leita að efni í gagnagrunni audials
- Full stjórn á kostnaði með valfrjálsum gagnapökkum
- Hægt er að kaupa gagnapakka hjá farsímafyrirtækinu Cubic til þess að geta notað þjónustuna.
Rataðu vel í borginni.
Þrívíddarkort í mikilli upplausn auðvelda þér að rata í tilteknum borgum og gefa raunhæfa mynd af götum og kennileitum.
- Raunsönn framsetning í þrívídd gefur nýja upplifun af leiðsögn í borginni
- Líkönum fyrir viðkomandi borgir er hlaðið sjálfkrafa inn í leiðsögukerfið í bakgrunni - Snjöll minnisstjórnun í skýinu
- Í boði fyrir átta borgir sem stendur en stöðugt er verið að bæta við framboðið
Vertu upplýstur þegar þú mætir.
Með góðum upplýsingum kemstu fyrr á áfangastað: Leiðarútreikningur á netinu tekur tillit til umferðarinnar hverju sinni og vinnur stöðugt úr þróunarspám frá því ekið er af stað.
- Snjöll akstursleiðsögn sem bregst við breyttum skilyrðum á sveigjanlegan hátt
- Fylgist stöðugt með akstrinum með öflugum umferðarþjóni - Hægt er að skipta yfir í hefðbundna leiðsögn hvenær sem er, t.d. þegar þjónustan er ekki í boði
Raunsönn leiðsögn.
Leiðsögukerfið sýnir gervihnattamyndir af umhverfinu. Þessi framsetning getur í mörgum tilvikum auðveldað þér að rata og finna nýja og spennandi staði.
- Raunverulegar myndir af umhverfinu.
- Auðveldara að rata.
- Hægt er að vista sóttar gervihnattamyndir á harða diskinum í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu og nota þær án nettengingar.