Virkjun VW Connect og We Connect
Snjallar netþjónustur VW Connect og We Connect létta þér lífið – áður en þú leggur af stað, á meðan þú situr undir stýri og að akstrinum loknum. Hér sýnum við þér skref fyrir skref hvernig þú tengir bílinn með einföldum hætti og virkjar eiginleikana.
Söluaðilinn aðstoðar þig einnig gjarnan með fyrstu skrefin og byrjar á virkjunarferlinu með þér áður en afhending bílsins fer fram.
Í nokkrum skrefum og bíllinn er tengdur
Vinsamlegast athugaðu að til þess að geta nýtt til fulls aðgerðir sem fylgja notandareikningi Volkswagen AG þá er forsendan sú að sjálfstæður samningur sé í gildi á milli Volkswagen AG og þín um notkun á netþjónustunni.
01. Sæktu Volkswagen-appið
Sæktu Volkswagen-appið fyrir iOs eða Android þér að kostnaðarlausu.
02. Búðu til Volkswagen ID / stofnaðu notandareikning
Skráðu þig inn með Volkswagen ID-aðganginum þínum í appinu. Ef þú ert ekki með Volkswagen ID-aðgang leiðir appið þig í gegnum skráninguna skref fyrir skref.
03. Bættu við bíl
Bættu bílnum þínum við notandareikninginn í Volkswagen-appinu með verksmiðjunúmeri (grindarnúmeri) bílsins. Grindarnúmerið er að finna á framrúðu Volkswagen-bílsins eða í skráningarskírteininu.
04. Virkjaðu VW Connect eða We Connect
Gakktu frá VW Connect- eða We Connect-samningnum eins og sýnt er í appinu og farðu síðan í „Tengjast VW Connect eða We Connect“ í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu. Fylgdu leiðbeiningunum í appinu.
Hér er hægt að sækja PDF-skjal með frekari upplýsingum og ítarlegri lýsingu á því hvernig skal virkja VW Connect eða We Connect.