Maður með farsíma stendur fyrir framan Tiguan

Upgrade-eiginleikar.
Stilltur inn á þína framtíð.

Rauður VW ID.5 GTX séð á ská að framan, í nútímalegu bílskýli, maður gengur meðfram vélarhlífinni að framanverðu
1
1.
ID.5 GTX: Orkunotkun í blönduðum akstri: 17,6-16,4 kWh/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 0 g/km; CO₂-flokkur: A. Upplýsingar um notkun, CO₂-losun og CO2-flokka á tilteknu bili eftir því hvaða útbúnaður er valinn fyrir bílinn. 

Upgrades-eiginleikar fyrir ID.-bílinn þinn

Áttu ID.? Hér getur þú kynnt þér nýjustu Upgrades-eiginleikana sem gera bílinn þinn enn persónulegri, öruggari og þægilegri.

Búðu bílinn undir framtíðina! Þegar þér hentar.

VW Connect og We Connect 2 veita þér aðgang að netþjónustunum – þegar þú ert búinn að virkja aðganginn og skrá þig inn með Volkswagen ID verða aksturinn og daglega lífið enn þægilegri.

Þú getur bætt margs konar eiginleikum við Volkswagen-bílinn þinn eftir þörfum – með einföldum hætti í In-Car-netversluninni eða í Volkswagen Connect-versluninniOpna ytri hlekk. Þar getur þú séð og keypt alla Upgrades-eiginleika3 sem eru í boði fyrir bílinn þinn, ef þú ert VW Connect- eða We Connect-aðalnotandi. Þú getur líka fengið ráðgjöf á staðnum hjá samstarfsaðila Volkswagen.

Remaining time, --:--

Yfirlit yfir Upgrades-eiginleika fyrir Volkswagen-bílinn þinn

Hér má finna valda Upgrades-eiginleika sem hægt er að virkja í Volkswagen-bílum – allt eftir því hvaða tæknilegu eiginleikar og vélbúnaður eru fyrir hendi. Sjá má alla Upgrades-eiginleika sem eru í boði fyrir Volkswagen-bílinn þinn í In-Car-netversluninni í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu eða í Volkswagen Connect-versluninniOpna ytri hlekk.

Tiguan (frá og með árgerð 2025)

Passat (frá og með árgerð 2025)

Golf (frá og með árgerð 2025) og útfærslur

Golf 8 og útfærslur

Aðrir bílar sem styðja VW Connect / We Connect*

Leiðsögukerfi

Raddstýring

-

-

-

Raddaðstoð4

-

-

App-Connect

-

-

Sjálfvirkur ACC-hraðastillir

-

-

-

Háljósastjórnunin Light Assist

-

Stemningslýsing (marglit)

-

Stemningslýsing (áhrif)

-

Umferðarskiltagreining

-

-

-

-

Air Care Climatronic

-

-

-

Sætishiti

-

-

-

Leiðsögukerfi

Raddstýring

-

Raddaðstoð4

App-Connect

Sjálfvirkur ACC-hraðastillir

-

Háljósastjórnunin Light Assist

Stemningslýsing (marglit)

Stemningslýsing (áhrif)

Umferðarskiltagreining

-

Air Care Climatronic

-

Sætishiti

-

* Passat Variant, Arteon, Arteon Shooting Brake, Tiguan, Tiguan Allspace, Touran, T-Roc, T-Roc Cabriolet, T-Cross, Taigo, Polo

Verð fyrir notkun í ótakmarkaðan tíma 

Upgrades-eiginleikar eru í boði fyrir Passat Variant, Arteon, Arteon Shooting Brake, Tiguan, Tiguan Allspace, Touran, T‑Roc, T‑Roc Cabriolet, T‑Cross, Taigo, Polo og allar útfærslur Golf 8. Þegar búið er að panta og virkja Upgrade-eiginleikann geta allir ökumenn bílsins notað hann í ótakmarkaðan tíma.

Verð fyrir notkun í ótakmarkaðan tíma

Leiðsögukerfi

78.500,00 kr.*

Raddstýring

31.900,00 kr.*

Raddaðstoð

31.900,00 kr.*

App-Connect

31.900,00 kr.*

Sjálfvirkur ACC-hraðastillir

45.500,00 kr.*

Háljósastjórnunin Light Assist 

21.900,00 kr.*

Stemningslýsing (marglit)

6.990,00 kr.*

Stemningslýsing (áhrif)

frá 4.590 kr.*

Umferðarskiltagreining

6.990,00 kr.*

Air Care Climatronic

42.544,50 kr.*

Sætishiti

56.349,50 kr.*

Verð fyrir notkun í ótakmarkaðan tíma

78.500,00 kr.*

*Verð fyrir íslenska markaðnum með vsk. Verð sem gefin eru upp í Volkswagen Connect-versluninni eða In-Car-netversluninni þegar gengið er frá kaupum eru lagalega bindandi. Verðin geta verið breytileg allt eftir bílnum og útbúnaði hans hverju sinni.

Gildistími og aukabúnaður

Það er best að þú kynnist því af eigin raun hversu einfalt það er að uppfæra Volkswagen-bílinn þinn. Sem aðalnotandi VW Connect eða We Connect getur þú pantað einn ókeypis prufumánuð** fyrir næstum hvern einasta Upgrade-eiginleika fyrir sig. Að þeim tíma liðnum getur þú valið milli þrenns konar gildistíma fyrir næstum alla Upgrades-eiginleika. 

1 mánuður

Sveigjanleg notkun Upgrades-eiginleika

Pantaðu aukin þægindi fyrir Tiguan (frá og með árgerð 2025) og nýja Passat (frá og með árgerð 2025) eftir þörfum – og veldu hvaða Upgrades-eiginleikar henta þér best hverju sinni: Gildistími í einn mánuð í senn tryggir þér sveigjanleika (áskriftin er ekki framlengd sjálfkrafa).

1 ár

Ársáskrift að Upgrades-eiginleikum 

Viltu geta nýtt þér Upgrades-eiginleika í Tiguan (frá og með árgerð 2025) og Passat (frá og með árgerð 2025) í lengri tíma? Ekkert mál: Tryggðu þér þá einfaldlega áskrift í heilt ár (framlengist ekki sjálfkrafa).

Ótakmarkaður gildistími

Upgrades-eiginleikar notaðir án tímamarka 

Með Upgrades-eiginleikum án tímamarka færðu meira út úr Volkswagen-bílnum þínum, því eiginleikarnir standa öllum notendum bílsins til boða yfir allan endingartíma hans.

** Fyrir hvern aðalnotanda og eiginleika 

Gildistími og aukabúnaður fyrir
Tiguan (frá og með árgerð 2025), Passat (frá og með árgerð 2025) og Golf (árgerð 2025)

Verð á mánuði

Verð á ári

Verð fyrir notkun í ótakmarkaðan tíma

Leiðsögukerfi

ekki í boði

ekki í boði

98.517,50 kr.*

Raddaðstoð

990,20 kr.*

10.027,45 kr.*

40.034,50 kr.*

App-Connect (aðeins Tiguan frá og með árgerð 2025)

990,20 kr.*

10.027,45 kr.*

40.034,50 kr.*

Háljósastjórnunin Light Assist 

683,98 kr.*

6.889,95 kr.*

27.484,50 kr.*

Stemningslýsing (marglit)

219,63 kr.*

2.196,25 kr.*

8.722,25 kr.*

Stemningslýsing (áhrif)

219,63 kr.*

2.196,25 kr.*

8.722,25 kr.*

Air Care Climatronic (ekki fyrir Tiguan frá og með árgerð 2025)

1.065,50 kr.*

10.780,45 kr.*

42.544,50 kr.*

Sætishiti  (ekki fyrir Tiguan frá og með árgerð 2025)

1.443,25 kr.*

13.679,50 kr.*

56.349,50 kr.*

Verð á mánuði

ekki í boði

Verð á ári

ekki í boði

Verð fyrir notkun í ótakmarkaðan tíma

98.517,50 kr.*

*Verð fyrir íslenska markaðnum með vsk. Verð sem gefin eru upp í Volkswagen Connect-versluninni eða In-Car-netversluninni þegar gengið er frá kaupum eru lagalega bindandi. Verðin geta verið breytileg allt eftir bílnum og útbúnaði hans hverju sinni.

Finndu út hvað býr í Volkswagen-bílnum þínum

Áttu Golf af eldri árgerð en 2025, Tiguan eða Passat frá og með árgerð 2025 og ertu þegar með VW Connect- eða We Connect-samning? Sem aðalnotandi getur þú þá prófað valda eiginleika þér að kostnaðarlausu í einn mánuð.

 Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Kona stendur fyrir framan Volkswagen-bíl og brosir

Netþjónusturnar. Svona gerir þú Volkswagen-bílinn þinn nettengdan.

Maður vinnur í fartölvu á kaffihúsi, fyrir framan hann er rjúkandi heitur kaffibolli

Volkswagen Connect-verslunin. Skoða stafrænar vörur fyrir Volkswagen-bílinn þinn.

Kona situr í Volkswagen-bíl og horfir á farsímann sinn

Ertu með spurningar? Hér færðu skjót svör eða persónulega ráðgjöf í tengslum við stafrænar þjónustur okkar.

 Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Fyrirvari frá Volkswagen

2.

Þegar þú kaupir nýjan bíl getur þú notað stafrænar þjónustur VW Connect / VW Connect Plus eða We Connect / We Connect Plus þér að kostnaðarlausu meðan á upprunalegum samningstíma stendur. Til þess að geta notað þjónustur VW Connect / VW Connect Plus eða We Connect / We Connect Plus þarftu að vera með Volkswagen ID-notandareikning og skrá þig inn með notandanafni og lykilorði. Þegar búið er að stofna Volkswagen ID-notandareikning og tengja hann við bílinn þinn getur þú notað stafrænu þjónustuna – sem fer eftir bíl, landi, hugbúnaði og útbúnaði hverju sinni – þér að kostnaðarlausu meðan á upprunalegum samningstíma stendur. Til þess þarf að gera sérstakan samning fyrir VW Connect / VW Connect Plus eða We Connect / We Connect Plus við Volkswagen AG á netinu á slóðinni www.myvolkswagen.net eða í Volkswagen-appinu (sem er fáanlegt í App Store og Google Play Store). Það hversu lengi gjaldfrjálsi samningstíminn varir fer eftir því hvenær þú virkjar stafrænu þjónusturnar. Í síðasta lagi þegar 90 dagar eru liðnir frá því bíllinn var fyrst afhentur byrjar upprunalegi samningstíminn sem boðið er upp á ókeypis að styttast. Hægt er að sjá nákvæmar upplýsingar um gildistíma samningsins fyrir bílinn þinn á myVolkswagen á slóðinni www.myvolkswagen.net.

Fyrir viðskiptavini með VW Connect og VW Connect Plus: Innbyggð internettenging gerir kleift að nota netþjónusturnar. Til þess að nota Wi-Fi-aðgangsstað er hægt að kaupa gagnapakka hjá farsímafyrirtækinu „Cubic Telecom“ og nota þá innan þjónustusvæðis í fjölmörgum Evrópulöndum. Gagnamagnið í þessum pökkum stendur öllum notendum og farþegum í bílnum til boða. Upplýsingar um skilmála, verð og lönd þar sem þjónustan er í boði er að finna á vw.cubictelecom.com. Einnig er hægt að nota þessa þjónustu með fartæki (t.d. farsíma) sem býður upp á Wi-Fi-aðgangsstað. Í þessu tilviki er viðkomandi þjónusta aðeins í boði með farsímaáskrift notanda hjá símafyrirtæki og innan þjónustusvæðis farsímakerfisins. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld). Fyrir viðskiptavini með We Connect og We Connect Plus: Innbyggð internettenging gerir kleift að nota netþjónusturnar. Til þess að nota streymisþjónustuna, tiltekin In-Car-öpp og Wi-Fi-aðgangsstaðinn er hægt að kaupa gagnapakka hjá farsímafyrirtækinu Cubic Telecom og nota þá innan þjónustusvæðis í fjölmörgum Evrópulöndum. Gagnamagnið í þessum pökkum stendur öllum notendum og farþegum í bílnum til boða. Upplýsingar um skilmála, verð og lönd þar sem þjónustan er í boði er að finna á vw.cubictelecom.com. Einnig er hægt að nota þessar þjónustur með fartæki (t.d. farsíma) sem býður upp á Wi-Fi-aðgangsstað. Í þessu tilviki er viðkomandi þjónusta aðeins í boði með farsímaáskrift notanda hjá símafyrirtæki og innan þjónustusvæðis farsímakerfisins. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld). Til þess að geta notað ókeypis Volkswagen-appið þarf farsíma með viðeigandi iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-kort með gagnaáskrift notanda hjá símafyrirtæki.    Það getur verið breytilegt eftir löndum hvaða þjónustur eru innifaldar í pökkunum We Connect og We Connect Plus eða VW Connect og VW Connect Plus. Framboðið fer jafnframt eftir gerð bílsins, útbúnaði hans og því hvaða hugbúnaðarútgáfa er uppsett. Þetta á einnig við um þjónustu þriðju aðila. Þjónusturnar eru í boði í umsaminn samningstíma hverju sinni og kunna að taka efnislegum breytingum eða vera teknar úr umferð meðan á honum stendur. Nálgast má nánari upplýsingar á connect.volkswagen.com og hjá samstarfsaðilum Volkswagen. Upplýsingar um verðskrár fyrir farsímanotkun fást hjá farsímafyrirtækinu. 

3.
Til þess að geta keypt Upgrades-eiginleika þarf Volkswagen ID-notandareikning, gildandi VW Connect- / We Connect-samning og sannvottun sem aðalnotandi, þ.e. tengingu notandareikningsins við bílinn sem um ræðir. Bíllinn þarf einnig að vera búinn þeim tæknilega eiginleika, vélbúnaði og hugbúnaði sem þarf fyrir viðkomandi Upgrade-eiginleika. Framboð á Upgrades-eiginleikum getur einnig farið eftir árgerð og framleiðsludegi. Aðalnotandi getur séð hvaða Upgrades-eiginleikar eru í boði fyrir viðkomandi bíl eftir gerðum í In-Car-netversluninni í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu eða í Volkswagen Connect-versluninni á connect-shop.volkswagen.com. Hægt er að greiða fyrir gjaldskyldar vörur í In-Car-netversluninni og/eða í Volkswagen Connect-versluninni með þeim greiðslumátum sem þar standa til boða. Framboð á Upgrades-eiginleikum getur verið mismunandi í netversluninni og í In-Car-netversluninni. Volkswagen-samstarfsaðilinn þinn aðstoðar þig einnig gjarnan ef þú ert með spurningar varðandi Upgrades-eiginleika og framboð á þeim. Þegar búið er að kaupa og virkja Upgrades-eiginleika eru þeir bundnir við bílinn það sem eftir er gildistímans, allir ökumenn geta notað þá og ekki er hægt að færa þá yfir á aðra bíla.
4.
Sem stendur er raddaðstoð á netinu í boði fyrir eftirfarandi tungumál: þýsku, dönsku, ensku (breska og bandaríska), frönsku, ítölsku, hollensku, norsku, pólsku, portúgölsku, sænsku, spænsku og tékknesku. Fyrir þýsku, ensku (breska og bandaríska), spænsku og tékknesku er einnig í boði tenging við frjálsa alfræðiritið Wikipedia.Fyrir þessi tungumál er gervigreind ChatGPT einnig innifalin (tenging við ChatGPT-útgáfuna 3.5 Turbo). Athugaðu: Svörin frá ChatGPT geta verið breytileg, geta innihaldið ófullnægjandi, rangar eða óviðeigandi upplýsingar og brotið gegn réttindum þriðja aðila. Skal því ekki reiða sig á svörin án þess að staðfesta fyrst réttmæti þeirra eftir öðrum leiðum. Einnig skal gæta þess að notkun eða dreifing svaranna, t.d. á samfélagsmiðlum eða á netinu, brjóti ekki gegn réttindum þriðja aðila (einkum höfundarrétti eða persónuverndarréttindum).Tungumálið sem er notað fyrir raddaðstoð fer eftir því hvaða tungumál er valið í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu. Virkni raddaðstoðarinnar fer einnig eftir því hvaða tungumál er stillt á. Ef þú veitir samþykki þitt fyrir því að unnið sé úr staðsetningarupplýsingum þínum fyrir raddaðstoð á netinu eða að staðsetningarupplýsingum sé bætt við raddskipun, þá færðu einnig staðsetningartengdar leitarniðurstöður. Þú getur veitt þetta samþykki þegar þú tengir bílinn við Volkswagen ID-notandareikninginn þinn eða gert það síðar í Volkswagen ID-notandareikningnum þínum eða á slóðinni https://www.myvolkswagen.net/start/en/onlinespeechconsent.html, sem er einnig sýnd með QR-kóða í upplýsinga- og afþreyingarkerfi bílsins.