- 1.
- ID.5 GTX: Orkunotkun í blönduðum akstri: 17,6-16,4 kWh/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 0 g/km; CO₂-flokkur: A. Upplýsingar um notkun, CO₂-losun og CO2-flokka á tilteknu bili eftir því hvaða útbúnaður er valinn fyrir bílinn.
Upgrades-eiginleikar fyrir ID.-bílinn þinn
Kenndu ID.-bílnum þínum nýjar listir
Hvort sem það er leiðsögukerfi, aðstoðarkerfi eða snjöll stýring á kælingu og kyndingu – sem VW Connect- eða We Connect3-notandi getur þú með einföldum hætti bætt nýjum eiginleikum við ID.-bílinn þinn eftir að þú kaupir hann, að því gefnu að hann komi með ID. Software 3.0 eða nýrri útgáfu frá verksmiðju.4
Þú getur pantað nýju eiginleikana með þægilegum hætti beint í bílnum eða í Volkswagen Connect-versluninni, án þess að þurfa að fara á verkstæði.
- Prófaðu valda eiginleika þér að kostnaðarlausu
- Pantaðu eiginleika fyrir bílinn með sveigjanlegum hætti eftir þörfum, án þess að samningurinn framlengist sjálfkrafa
- Virkjaðu Upgrades-eiginleika beint í ID. bílnum þínum án þess að fara á verkstæði
- Auktu verðmæti bílsins með nýjum eiginleikum
Allt eftir útbúnaði eru eftirfarandi Upgrades-eiginleikar í boði fyrir ID.3, ID.4 og ID.5:
Performance Upgrade fyrir nýja ID.3
Stundum þarftu einfaldlega á meiri krafti að halda: Performance Upgrade bætir hröðun og afköst ID.3-bílsins þíns – og býður upp á enn sportlegri aksturseiginleika.
Upgrades-eiginleikar fyrir ID.7 eru í boði í eftirfarandi pökkum
Kynntu þér nýjustu Upgrades-eiginleikana sem gera ID.7-bílinn (að minnsta kosti ID. Software 5.0 frá verksmiðju) þinn enn öruggari og þægilegri.
Þægindapakki 209.000 kr.
Innifaldir Upgrades-eiginleikar:
- leiðsögukerfi
- loftkælingin Air Care Climatronic (þriggja svæða)
- hiti í stýri
- hiti í framrúðu
- þráðlaus hleðsla
Aðstoðarpakkinn „IQ.DRIVE“ (væntanlegur)
Innifaldir Upgrades-eiginleikar:
- myndavélakerfið Area View
- Travel Assist
- Park Assist Plus
- Park Assist Pro, undirbúið til að fjarstýra bílnum í og úr stæði
- minnisvirkni fyrir Park Assist Plus og Park Assist Pro
Yfirlit yfir Upgrades-eiginleika fyrir ID.-bílinn þinn
ID.3, ID.4, ID.5 | Nýi ID.3 | ID.7 | |
---|---|---|---|
Leiðsögukerfi | ✓ | ✓ | - |
Háljósastjórnunin Light Assist | ✓ | - | - |
Loftkælingin Air Care Climatronic | ✓ | ✓ | - |
Stemningslýsing (marglit) | ✓ | ✓ | ✓ |
Performance Upgrade | - | ✓ | - |
Þægindapakki | - | - | ✓ |
Aðstoðarpakkinn „IQ.DRIVE“ (væntanlegur) | - | - | ✓ |
ID.3, ID.4, ID.5
✓
Nýi ID.3
✓
ID.7
-
Gildistími og aukabúnaður fyrir ID.3, ID. 4 og ID.5
Það er best að þú kynnist því af eigin raun hversu einfalt það er að uppfæra ID.-bílinn þinn.Sem aðalnotandi VW Connect eða We Connect getur þú pantað einn ókeypis prufumánuð** fyrir næstum hvern einasta Upgrade-eiginleika fyrir sig. Að þeim tíma liðnum getur þú valið milli þrenns konar gildistíma fyrir næstum alla Upgrades-eiginleika.
** Fyrir hvern aðalnotanda og eiginleika
Yfirlit yfir verð – Upgrades-eiginleikar fyrir ID.-bílinn þinn.
Pantaðu eiginleika fyrir bílinn með sveigjanlegum hætti eftir þörfum, án þess að samningurinn framlengist sjálfkrafa í lok mánaðar eða árs
Á mánuði | Á ári | Án tímamarka | |
---|---|---|---|
Leiðsögukerfi | Ekki í boði sem stendur | Ekki í boði sem stendur | 139.900 kr.* |
Háljósastjórnunin Light Assist | 719 kr.* | 7.190 kr.* | 28.900 kr.* |
Loftkælingin Air Care Climatronic | 1.150 kr.* | 11.250 kr.* | 44.900 kr.* |
Stemningslýsing (marglit) | 229 kr.* | 2.290 kr.* | 9.190 kr.* |
Performance Upgrade | 2.250 kr.* | 22.500 kr.* | 88.500 kr.* |
Þægindapakki | 20.900 kr.* | 52.900 kr.* | 209.000 kr.* |
Aðstoðarpakkinn „IQ.DRIVE“ | ekki í boði | ekki í boði | væntanlegur |
Á mánuði
Ekki í boði sem stendur
Á ári
Ekki í boði sem stendur
Án tímamarka
139.900 kr.*
* Verð fyrir íslenska markaðnum með vsk. Verð sem gefin eru upp í Volkswagen Connect-versluninni eða In-Car-netversluninni þegar gengið er frá kaupum eru lagalega bindandi. Verðin geta verið breytileg allt eftir bílnum og útbúnaði hans hverju sinni.
Svona virkjarðu Upgrade-eiginleika fyrir ID.-bílinn þinn
- 7.
- ID.5 GTX: Orkunotkun í blönduðum akstri: 17,9-16,4 kWh/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 0 g/km; CO₂-flokkur: A. Upplýsingar um notkun, CO₂-losun og CO2-flokka á tilteknu bili eftir því hvaða útbúnaður er valinn fyrir bílinn.
Hugbúnaðarútgáfa og skráning
- 7.
- ID.5 GTX: Orkunotkun í blönduðum akstri: 17,9-16,4 kWh/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 0 g/km; CO₂-flokkur: A. Upplýsingar um notkun, CO₂-losun og CO2-flokka á tilteknu bili eftir því hvaða útbúnaður er valinn fyrir bílinn.
Til þess að hægt sé að kaupa Upgrades4-eiginleika þarf ID.-bíllinn þinn að vera með Software 3.0 eða nýrri útgáfu frá verksmiðju auk þess sem hann þarf að uppfylla tæknikröfur fyrir viðkomandi eiginleika. Ef þú hefur skráð þig fyrir VW Connect eða We Connect3 og búið er að staðfesta þig sem aðalnotanda í bílnum er leiðin greið.