- 1.
- ID.4: Orkunotkun í blönduðum akstri: 18,4-15,7 kWh/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 0 g/km; CO₂-flokkur: A. Upplýsingar um notkun, CO₂-losun og CO2-flokka á tilteknu bili eftir því hvaða útbúnaður er valinn fyrir bílinn.
We Connect Start – gerir aksturinn afslappaðri
Snjöll tenging við Volkswagen ID.-bílinn þinn
Ekurðu bíl úr ID.-línunni? Þá er bíllinn þinn ekki aðeins rafknúinn, heldur getur hann líka verið nettengdur: Með netþjónustu We Connect Start fyrir ID.-bíla með ID. Software í lægri útgáfu en 3.0 getur þú náð í stafræn aðstoðarkerfi fyrir bílinn sem veita síuppfærðar upplýsingar um hleðslu eða umferðarskilyrði og gera þér kleift að fjarstýra tilteknum aðgerðum með Volkswagen-appinu.
Með því að uppfæra í að minnsta kosti ID. Software 3.0 getur þú bætt þjónustunum í We Connect við fyrir ID.-bílinn þinn. Með samhæfisskoðun getur þú séð hvaða netþjónustur ID.-bíllinn þinn styður.
Kostirnir í fljótu bragði:
- Tenging við netið
- Aðgangur að fjölmörgum eiginleikum bílsins í gegnum Volkswagen-appið
Tilbúinn þegar þú ert klár
Viltu sjá hversu mikil drægni er eftir á rafhlöðu ID.-bílsins? Með Volkswagen-appið í farsímanum hefur þú alltaf góða yfirsýn yfir hleðslu og drægni rafhlöðunnar þegar ID.-bíllinn er nettengdur og getur séð hvort hleðslusnúran er tengd. Ef svo er getur þú sett hleðsluna í gang eða stöðvað hana án þess að standa upp úr sófanum. Það eina sem þú þarft að gera er að færa inn í appinu hvenær þú leggur af stað í vinnuna og þá bíður ID.-bíllinn þinn eftir þér fullhlaðinn á hverjum morgni.
Nýttu þér heilan heim netþjónustu með VW Connect eða We Connect fyrir ID.-bílinn þinn
Frá og með ID. Software 3.0 bætir VW Connect eða We Connect fyrir ID.-bílinn þinn við snjöllum hjálpartækjum sem tengja þig við bílinn og bjóða upp á margs konar nytsamlegar upplýsingar.
Þú þarft aðeins að skrá þig og þá geturðu byrjað
Hér sýnum við þér hvernig þú virkjar We Connect Start í örfáum skrefum og notar stafrænu þjónustuna okkar í bílnum og snjallsímanum.